Æ hættum nú að gleypa alla þessa froðu!

Internetið er frábært fyrirbæri. Fullt af fróðleik og froðu!

En vitiði stundum bara liggur við að ég froðufelli í leit minni að fróðleik og jafnvel þó ég hafi ekki einu sinni verð að leita að honum.  Oftast rekst ég á þessar glimrandi fínu froður þegar ég er í sakleysi mínu að njósna um/eltihrella fólk á facebook eða öðrum eins síðum sem gegna lykilhlutverli í mínu lífi. Þá rekst maður á svona linka !

Sítróna og matarsódi – 10 000 áhrifameiri en lyfjameðferð við krabbameini?

Einnig sá ég linka á að mig minnir tvær greinar í viðbót þar sem akkúrat þessi blanda átti að vera allra meina bót og koma jafnvægi á líkamann en ég finn þær því miður ekki aftur og man ekki heldur hver það var sem var að deila þeim, en það er nú svo sem aukaatriði.

Nú er alls ekki meiningin að vera leiðinleg en það er bara svo erfitt að vera gagnrýnin á upplýsingar sem koma flæðandi að manni í gengum internetið svo í flestum tilfellum nenni ég bara ekki að pæla í því. En þetta fangaði hins vegar athygli mína því ég var ekki alveg að fatta efnafræðina á bak við þetta undur.

Þarna er :  Súr vökvi + basísk duft  =  „?læknandi dúndur?“ .

En nú lærum við í efnafræði 103 að:

Sýra + basi =  hlutlaus lausn  (að því gefnu að sýran og basinn séu jafngild).

Af hverju gerist það þá ekki í þessu tilfelli?

Er kannski matarsódi basi sem getur af einhverjum ástæðum ekki hlutleyst sýru?   Neibb hann getur það sko víst! Hann var einmitt mikið notaður áður fyrr við brjóstsviða, þar sem hann hlutleysir magasýrurnar. Nákvæmlega sama efnafræði sem á sér stað þegar við tyggjum brjóstsviðatöflur!

Sítrónusafi inniheldur 95% sítrónusýru (e. citric acid).  Efnahvarf hennar við matarsóda (Natríumbíkarbónat) og vatn er eftirfarandi (óstöðugum millistigum sleppt):

3NaHCO3 + C6H8O7 + H2O   3Na₊  + C6H5O73- + 4H2O + 3CO2

                                                 s.s.

Natríumbíkarbónat+Sítrónusýra+VatnNatríum jón+Sítrónusýru jón+Vatn+Koldíoxíð

Þetta er það sem á sér stað í vatnsglasinu þegar við bætum sítrónusafa og matarsóda útí. Nýju afurðirnar eru vatn og koldíoxíð!

Til hamingu!! Þú hefur búið þér til kolsýrt vatn 🙂 ……með sítrónubragði 😉

Hugsa að það verði nú samt einhver bið á því að Ölgerðin setji ábendingu við krabbameini á Kristal …..þó hann sé með sítrónubragði 😉

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Æ hættum nú að gleypa alla þessa froðu!

  1. Eydís Huld öll í skuld sagði:

    Reblogged this on Eydís Huld öll í skuld.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s