Morgunmatar múffur :)

Aldrei í lífinu hélt ég að ég myndi vera spurð um uppskrift af einhverju en allt getur nú gerst 😉   Þá er nú við hæfi það séu uppskriftir sem eru sprottnar upp vegna leti minnar í eldhúsinu og þeirrar staðreyndar að mér virðist lífsins ómögulegt að vakna fyrr en 5 mínútum fyrir brottför útúr húsi 😉

Ég á nú ekki heiðurinn af þessum uppskriftum/hugmyndum heldur er þetta eitthvað sem ég hef fundið á netinu og e.t.v. breytt eitthvað aðeins til að henta mér.

Hafra/banana múffur

200 g hafrar

2-3 vel þroskaðir bananir (maukaðir eiga þeir að vega ca. 300 grömm)

1/2 tsk. salt

Slatti Stevia ( held ég hafi sett 3-4 sprautur af fljótandi Stevia sem ég keypti í Nettó)

300 g vatn

25 g olía

1,5 tsk vanillu ekstrakt

Svo hef ég tekið tvo lófafylli af möndlum og barið gróflega. Mér finnst gott að hafa möndlubitana frekar stóra.

Bakast í ca. 20 mín við 180 gráður.  Muna að smyrja formin vel!!

Eggja múffur

4 egg

4 eggjahvítur

smá mjólk

ca. 50 g grænkál eða annað dökkgrænt grænmeti

1/3 laukur eða ein gulrót eða papriku….. eða bara það sem manni finnst gott. Setti einu sinni afgangs skinku sem ég átti inni í ísskáp.

Rifinn ostur

Eggjum og mjólk blandað saman eins og þegar maður gerir venjuleg hrærð egg. Mér finnst rosa gott að setja smá pipar og hvítlauksduft saman við.

Steikja grænmeti á pönnu til að taka úr því mesta vatnið og mýkja það.  Hálffylla múffuformin með grænmetinu og hella svo eggjahrærunni yfir. Setja nokkrar strimla af rifnum osti efst.

Muna að spyrja múffuformin VEL áður og ekki fylla þau alveg að brúninni því múffurnar lyftast pínu í ofninum.

10-12 mínútur við 180 gráður.

Þetta geymist vel í frystinum og fínt að grípa með ef maður hefur ekki tíma til að borða morgunmat heima ( sem er næstum alltaf í mínu tilfelli 😉 ). Skelli þessu svo í örbylgjuofninn og gæði mér á þessu góðgæti áður en ég opna búlluna. Finnst reyndar fínt að maula á haframúffunum með síðdegiskaffinu líka 😉

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s