Ástarleit í Osló – 1.kafli

Í Oslóarborg bjó eitt sinn ung stúlka, já ok eða ung kona.  Við skulum bara kalla hana Dísu. Dísa og vinkonur hennar neita að gefast upp í leitinni að ástinni og leita hennar hverja einustu helgi, fullar af von og áfengi.

Eitt kvöldið bar leitin meiri árangur en önnur kvöld. Dísa hóf samræður við ungan mann á ónefndum skemmtistað og fljótlega lá leiðin út á götur miðbæjarins, þar sem í ljós kom að kauði hafði allan tímann verið að tala ensku á meðan Dísa talaði norsku…..úbbs pínu hávaði á svona skemmtistöðum sjáiði til. Hann reyndist vera frá Kosovo og var í heimsókn hjá vini sínum í Noregi.  Þetta vakti áhuga Dísu, þar sem hún hafði aldrei fiskað svona austarlega í Evrópu, svo kauða var boðið heim þegar leið undir morgun….til að drekka 1-2 tebolla.

Morguninn eftir og nokkrum tebollum síðar, runnu hins vegar tvær grímur á Dísu litlu þegar hún áttaði sig á því að enskukunnátta Hr. Kosovo var kannski ekki alveg eins glimrandi og hún virtist vera kvöldið áður. Eiginlega var bara rosalega erfitt að skilja hann á köflum. Svo virtist sem Hr. Kosovo líkaði tebollinn afar vel og var æstur í að fá símanúmerið hjá Dísu og verða vinur hennar á facebook.  Jújú það hljómaði nú nokkuð saklaust.

Þegar Dísa svo vaknaði af fegurðarblundinum seinna um daginn var Hr. Kosovo búin að læka 21 prófæl mynd af henni á facebook, sem voru einu myndirnar sem hann hafði aðgang að, þar sem vinabeiðni hans hafði ekki enn verið samþykkt.

Uhhh WTF??? Það var ekki einu sinni boðið upp á mjólk og sykur með þessum tebollum!!

Hrynja nú inn skilaboð á facebook, sms og hringingar því Hr. Kosovo er æstur í að hittast í einn kaffibolla. Í kvöld? Núna? Annað kvöld? Er nóg að hringja einu sinni?? Nei hringjum ca. 15 sinnum þar til Dísa loksins svarar og samþykkir að hitta hann á þriðjudagskvöldi. „Burtu með fordóma“ er nú einu sinni nýjasta æðið og það eru jú ekki allir eins heppnir og Dísa að hafa hlotið fyrsta flokks enskumenntun af amerísku sjónvarpi.

Hr. Kosovo birtist svo með búnkt af rauðum rósum og er augljóslega yfir sig ánægður með þessa gjöf til Dísu, sem hann segir vera beint frá hjarta hans. 90 sekúndum seinna er líkt og glorsoltinn gullfiskur í leit að æti hafi ráðist á munn/andlit Dísu. Guð minn góður hvað var að gerast? Hvernig kemur maður sér út úr þessu??

Dísa tilkynnir kauða að það komi ekki til mála að hann fái fleiri tebolla. Hann skilur ekkert í því enda líkaði honum augljóslega fyrrum bollar og gerði greinilega ráð fyrir að tebollarnir hefðu verið þeir bestu sem Dísa hafði nokkurn tímann drukkið. …….ó svo langt frá því!!…..en til að særa manninn ekki sagði Dísa bara að hún hefði ekki lyst á tei í kvöld.

Hr.Kosovo hefur greinilega aldrei heyrt aðra eins vitleysu og virðist ansi ráðvilltur í dágóða stund þar til allt í einu er eins og ljós kvikni og hann segir feginn: „ahhhh ok I know why. Ok. I know. I know.“

Dísa: „You do?“

Hr.Kosovo: „Yes yes! It is ahhhh……(nú myndar hann hring með vísifingri og þumli vinstri handar og í gegnum hringinn fer svo vísifingur hægri handar……já!! „táknmálið“ fyrir að drekka tebolla!!).  “ Ahhh I don´t know how to say in english but ahhh…..is red!“

Jebb!! Augljóslega eina mögulega ástæðan fyrir litlum teþorsta Dísu. Hún er á túr kellan!!!

Ó Jesús ef það bara væri einhver möguleg leið til þess að spóla til baka og  þurrka út þessa einlægu túlkun á hinu mánaðarlega kraftaverki. Það væri bara betra fyrir alla.

Blessunarlega nær Dísa að slíta sig lausa og segist bara vilja tala frekar svolítið saman. Þá kemur í ljós að Hr. Kosovo elskar Ísland! Hefur aldrei komið þangað en er búinn að skoða myndir á netinu og vill endilega fara þangað. Svo væri auðvitað frábært ef Dísa gæti komið í heimsókn til Kosovo og hitt foreldra hans.

???hahaha???

Nú hringir vinkona Dísu á umsömdum tíma til þess útvega henni flóttaleið ef ske kynni að stefnumótið væri að fara á þá leið sem búist var við. Dísa segist „því miður“ þurfa að fara heim til vinkonu sinnar að hjálpa henni með skattaskýrsluna.

Þá verður Hr. Kosovo heldur alvarlegri og segist vera með annan óvæntan glaðning (e. But I have other surprise for you!). Fyrsti glaðningurinn voru s.s. rósirnar.

„Nú hvað er það?“ spyr Dísa.

“ Ég held að það myndi vera frábært ef við myndum búa saman!“

HAAAA???!!!???

„Mér finnst að við ættum að búa saman!“ segir hann og horfir á Dísu eins og hann sé að gá hvort hún skilji núna hvað hann er að segja eða hvort hann eigi að vanda sig betur með enskuna sína.  (e. I think it will be great if I move in with you).

„Ertu að djóka???“

Hr. Kosovo er sko langt frá því að vera að djóka,  leggur hendur á hné og horfir beint í augu Dísu á meðan hann spyr hvort Dísa sé tilbúin í þetta ( e. Are you ready for this? )

„NEI!!“

„Af hverju ekki?“

„Ég þekki þig ekki neitt!“

„Nei ekki núna“ segir Hr.Kosovo og lætur eins og hann sé hneykslaður að Dísa hafi haldið að þetta ætti að gerast núna.

„Kannski í næstu viku“ bætir hann þá við.

Ok er fokking falin myndavél hérna einhversstaðar??? hugsar Dísa um leið og hún bendir Hr. Kosovo á að hann þekki hana nú ekki neitt.

“ En mér finnst þú fín stelpa (e. but I think you nice girl)“

Dísa: „Af hverju myndirðu vilja búa með einhverjum sem þú þekkir ekki neitt?

Hr. Kosovo: „Ég þekki þig betur í næstu viku ( e. I know you better next week maybe)“

Dísa: „Nei mér finnst það ólíklegt! Af hverju í veröldinni myndirðu vilja búa með einhverjum sem þú þekkir nánast ekki neitt?“

Hr.Kosovo: „But you are nice girl!“

Dísa: „Ok ég veit ekki hvort það er svona stór menningarmunur á milli Kosovo og Íslands/Noregs en hér flytjum við ekki inn með fólki nema að sambandið sé orðið alvarlegt og stefni jafnvel að því að giftast.“                      …….ok smá ýkjur kannski en alveg svakalega mikið í takt við þetta samtal.

Í ljós kom að Hr. Kosovo dreymdi um að flytjast til Noregs en fær ekki dvalarleyfi nema vera með húsnæði og vinnu. Vinur hans býr með norskri stelpu og það gengur fínt!! Í Kosovo fær hann bara 380 evrur á mánuði og þarf að mæta í vinnu á hverjum degi klukkan 8.             „Every day!“      „That is how life is in Kosovo you know!“

Æ greyið!

Vinkona Dísu bjargaði henni núna með þriðja „pirrings/heimtu“ símtalinu en Hr. Kosovo vildi nú ekki fara án þess að hitta vinkonu hennar, þar sem hann bjóst sennilega við að hún  yrði nú stór partur af framtíð hans.

Kveðja Hr. Kosovo þetta kvöldið var sko eitthvað sem rómantísk skáld nútímans ættu að taka sér til fyrirmyndar. Þegar hann er að ganga út um dyrnar snýr hann sér að Dísu og segir: „So when you finish….ahhh….(hann veit enn ekki hvað hann á að segja á ensku og í stað þess að mynda hring með fingrum líkt og fyrr um kvöldið þá notar hann aðra hendina til þess að …..hvernig er best að lýsa þessu???….. virkja kraftmikinn foss á mill læranna á sér??!!)

Dísa: “ ???“

Hr. Kosovo: „When you start?  Today? Yesterday?“

Dísa: „???? ahhhh sure…..“

Hr. Kosovo tekur sér nokkrar sekúndur til að reikna í huganum og segir svo glaður:

„Ok so I come on tuesday then??!!!“

???????????????????????????????????????????????????????????????????????

…………..Þessi maður var unfriendaður og blokkaður á facebook!………………….

En það stöðvaði hann ekki!

„Take a hint“ er greinilega ekki í eðli Hr. Kosovo!

Næstu vikurnar rignir inn skilaboðum og símhringingum sem ekki var svarað.  Á hverjum degi. Oft á dag.   Við sjáum dæmi:

What´s a saddlebag??

 

 

Take a hint??

 

 

 

 

 

 

Seriously???

 

 

 

 

 

 

???????????

Ástin krakkar…… Ástin!!

 

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

3var við Ástarleit í Osló – 1.kafli

  1. Halldís sagði:

    Hahahahaha! Þetta er alveg óborganlegt 🙂

  2. Sibba sys sagði:

    Shit hvað ég hló 🙂

  3. Guðrún Lind sagði:

    Bwahahahahaha! Ég hefði ekki trúað að ég mundi þekkja manneskju sem mundi actually lenda í svona en Eydís, svona eftirá að hyggja, þá ertu alveg kandídat í það 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s