Einn mánuður í Osló

Þessi tími hefur einhvernveginn liðið hratt og hægt að sama tíma….ef það er þá mögulegt.

Ég hef óhjákvæmilega verið að bera þessa reynslu við þá sem ég upplifði þegar ég flutti til Perú og þetta er að mörgu leyti eins og svart og hvítt þrátt fyrir að í báðum tilvikum hafi ég farið frá lífi mínu á Íslandi og flutt til annars lands.

Í Perú var „nýjabrumið“ og menningarsjokkið svo miklu meira……eðlilega svo sem. Þar var svo mikið nýtt og fyrst um sinn var svo margt sem kom manni á óvart, bæði skemmtilega og alls alls ekki svo skemmtilega. Það tók nokkra mánuði að laga sig að taktinum þeirra, sem tókst þó aldrei alveg því það hefði tekið mörg ár.

Hér er takturinn bara svo svipaður og heima auk þess sem ég hef auðvitað heimsótt Osló áður. Þess vegna finnst mér kannski eins og ég sé búin að vera hérna miklu lengur heldur en mér fannst á sama tíma í Perú. Það er kannski það sem veldur óþolinmæðinni í tungumálinu 😉 …mér finnst eins og ég eigi að vera betri í norsku en ég er. En þegar ég minni mig á að ég sé bara búin að vera hér í mánuð þá er ég bara nokkuð sátt með norskukunnáttuna 😉

Annars gengur allt bara nokkuð vel.

Íbúðin sem ég leigi er rosa kósí en leigan er mjög há svo ég ætla að leita mér að öðru húsnæði þegar samningurinn rennur út í janúar. Ég er búin að setja myndir af henni inn á facebook.

Gengur fínt í vinnunni þó ég skilji nú ekki alltaf hvað kúnninn er að segja við mig. Þá brosi ég bara breitt og kalla í einhvern vinnufélaga minn til að hjálpa mér. Ég finn þó alveg að mér er alltaf að fara fram í norskunni……þolinmæði er dyggð! 🙂

Þarna er einmitt annar stór munur á Perúreynslunni og þessari. Í Perú skárum við okkur augljóslega úr þar sem við vorum eins og endurskinsmerki á meðal Inkanna. Hér lúkka ég ekkert öðruvísi en hinn almenni Norðmaður þannig að fólk býst við að ég tali reiprennandi norsku. Mig langar stundum að ganga með skilti á mér í vinnunni þar sem stendur: „Jeg er ikke dum – jeg er bare Islandsk“ 🙂 .

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Einn mánuður í Osló

  1. Sigrún Sviss sagði:

    Vel gert Eydís!!! Hugrökk, stekkur bara beint í djúpu.

  2. Heiður sagði:

    Jeeeeeiiiiiijjjj! Þú rokkar þig í gegnum norskumúrinn eins og annað sem þú hefur tekið þér fyrir hendur. Þetta verður orðið lítið mál áður en þú veist af esskan. Hafðu það súpergott og gangi þér svo voðavoðavoða vel.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s