Koh Pha Ngan…..

…..er tælensk eyja og er í dag þekktust fyrir partýin sem eru haldin þar á fullu tungli og líka hálfu tungli. Reyndar eru partý þarna á hverju kvöldi en þegar það er fullt tungl þá er ennþá meira pakkað af fólki á ströndinni. Svo þegar sólin birtist er ströndin hreinsuð af syndum næturinnar og fólk tanar úr sér þynnkuna 😉

Við stóðum okkur nú bara nokkuð vel í ofantöldum atriðum og hittum 2 íslenskar stelpur sem við djömmuðum duglega með. 🙂

 Við kynntumst líka öðrum „Íslendingi“ en sá var kominn vel yfir sjötugt. Vestur-Íslendingur sem hefur þó aldrei komið til Íslands en afi hans flýði frá Íslandi til Kanada á sínum tíma. Þessi maður var algjör snillingur og kíkti á djammið með okkur á ströndinni og alles. Alveg ótrúlegur karakter!

Stemmningn þarna var frábær!! Partý á ströndinni á hverju kvöldi og aldrei drukkið úr glösum heldur litlum fötum. Þannig að eftir 2 svoleiðis fötur er maður alveg nokkuð góður 😉 Meðfram ströndinni voru skemmtistaðir og á milli þeirra voru endalausar raðir af básum þar sem fólk var að selja fötur. Ótrúlega fyndið og ágengt fólk sem reynir öll trix sem þeim dettur í hug til þess að maður kaupi frekar áfengi af þeim en ekki í básnum við hliðina. Allir með skilti með ýmisskonar textum á eins og „Free Hug“ og „Love you long time“ o.s.frv.

Eftir 5 nætur þarna héldum við af stað til Koh Phi Phi. Bátur, rúta og annar bátur þar. Í fyrri bátnum hugsaði ég: „ohh ég ætla aldrei að fara í svona flókið ferðalag aftur!“….en svo gleymir maður bara svoleiðis vitleysishugsunum um leið og maður er kominn á áfangastað 😉

Ást og friður!

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Koh Pha Ngan…..

  1. Hildur sagði:

    Æði!! Guð, ég hélt að ég mundi ekki mæla þessi orð nærri því strax en ÉG ER SJÚK Í FERÐALAGIÐ YKKAR!!..æði yndislegt dásamleg og sjúklegt!!!! Ohhh og DJÖFULL eru þið tanaðar og sætar!!! Hug!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s