Siem Reap og Angkor Wat

Siem Reap er svo sem ekkert sérstakur bær fyrir utan það að hann er rétt hjá Angkor Wat, sem er þyrping hofa, byggð fyrir konunginn á 12.öld. Það er ótrúlegt að labba þarna um og virða fyrir sér þessar byggingar, sem voru ekki beinlínis byggðar með einhverjum stórum og tæknilegum byggingargræjum. Þarna bjuggu u.þ.b. 2 milljónir manns á sama tíma og íbúar London voru 50þúsund. Í einum hofanna var myndin Tomb Raider með Angelinu Jolie tekin upp.

Sumstaðar var frumskógurinn búinn að taka öll völd.

Æ það var alveg magnað að vera þarna og anda að sér loftinu þarna. Það er erfitt að koma að því orðum því þetta er eitthvað sem fólk verður að fá að skynja sjálft. Tilfinningin var örlítið svipuð og þegar ég gekk um Machu Picchu í Perú þó mér finnist þetta nú ekki toppa þá tilfinningu. En það er kannski því ég sá Machu Picchu á undan og líka smá Perú þjóðarstolt;)

Þarna voru pínu, pínulitlir froskar úti um allt. Álíka stórir eða jafnvel örlítið minni í fingurbjörg. Ekkert smá krúttlegir.

Bærinn Siam Reap var lítið annað en afdrep áður er farið var að skoða Angkor Wat. Þar slöppuðum við af, fórum í nudd og fóta“skrúbb“ þar sem litlir fiskar éta á manni dauðar húðfrumur. Kitlaði ótrúlega í byrjun en var svo allt í lagi. Þetta eru sko duglegir skrattar þvi þetta svínvirkaði alveg;)

http://www.youtube.com/watch?v=ShnA6yhOBEY

Hér er linkur á myndbandið sem ég tók á meðan þeir voru að éta mig;)

Ég var svo agalega sniðug að gleyma visakortinu mínu í hraðbanka, þannig að eftir smá tíma þá gleypir hann það. Á bankanum var neyðarnúmer sem hægt var að hringja í ef kort festist í hraðbanka. Þetta var á laugardegi og starfsmenn bankans voru allir í einhverju partýi í Phom Pehn og því gátu þeir ekkert gert fyrir mig fyrr en á mánudaginn……arrrg Asía!! En þar sem ég átti flug til Tælands snemma á mánudeginum þá var það bara búið mál og ég er núna án visakorts:( Svo til að kæta mig enn meira þá neitaði flugfélagið að leyfa mér að nota flugmiðann minn nema ég gæti sýnt þeim kreditkortið sem ég notaði til að borga flugmiðann…..svo Eygló mín þurfti bara að splæsa einu flugi á kellu 😉 En þeir sögðust nú ætla að endurgreiða mér gamla miðann.

Frá Siem Reap flugum við svo til Tælands og tókum svo bát til eyjunnar Koh Pha Ngan.

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Siem Reap og Angkor Wat

  1. Hildur sagði:

    Hahaha Ohhh útlandarvesen…það er ekkert EKKERT ferðalag án útlandarvesens, always:) En gott er að eiga góða að!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s