Phnom Pehn og „The killing fields“

Phnom Pehn er höfuðborg Kambódíu og svo sem lítið um hana að segja annað en hún er týpísk asísk stórborg með öllu sem því tilheyrir. Það er svo skrýtið að vera umkringdur svona mikilli fátækt og ganga svo framhjá konungshöllinni sem er nánast gerðu úr gulli. Ótrúlegt hvað það virðist vera sjálfsagt að auðnum sé svona svakalega misskipt. Þetta finnst mér reyndar eiga við um öll 3.heims lönd sem ég hef heimsótt.

Ég er loksins hætt að tala spænsku við greyið fólkið þegar það skilur ekki hvað ég er að segja á ensku 😉 Það var bara eitthvað svo eðlilegt fyrir mig að skipta yfir í spænskuna ef um einhverja samskiptaörðugleika var að ræða. Fólk horfði náttla bara á mig eins og ég væri geimvera 😉

Við fórum að skoða einn af mörgum drápsstöðum Khmeranna, sem kallaðir eru á ensku „The killing fields“.  Á árunum 1975-1979, strax eftir borgarastyrjöldina í Kambódíu, ákvað Khmera-stjórnin að „hreinsa landið“ með því að drepa þá sem mögulega studdu fyrri ríkisstjórn. Einnig tóku þeir fyrir menntað fólk og fólk sem var líklegt til að mynda sér skoðun gegn þeim og jafnvel svara fyrir sig. 

Fundist hafa yfir 20þúsund fjöldagrafir og talið er að u.þ.b. 2 milljónir manna hafi verið drepin, sem u.þ.b 1/4 af þjóðinni. Lýsingarnar frá þeim fáu sem lifðu þetta af voru hræðilegar. Eins líka frá vörðum og hermönnum sem unnu fyrir Khmeranna. Byssukúlur þóttu of dýrar því þegar mest var að gerast þá voru um 300 manns drepin á hverjum degi. Það voru því notuð öll möguleg vopn og leiðir til þess að ná takmarkinu. M.a. var okkur sýnt tré, sem notað var til að drepa börn. Tekið var í hælanna á þeim og þeim sveiflað þannig að höfuðið lenti á trénu. Allt var þetta gert í skjóli næturs undir háværri „byltingartónlist“ svo utanaðkomandi aðilar heyrðu ekki hvað var á seyði. Úff þvílíkur hryllingur!!

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Phnom Pehn og „The killing fields“

  1. Úfff Eydís, mér finnst erfitt að bara lesa þetta!

  2. Hildur sagði:

    Jesús!! ….vááá þegar maður ýmindar sér drauga fortíðarinna…jesús, hrikalegt! En elska bloggið þitt gullpenninn minn! Hlakka svoooo til að sjá þig og Eygló:) …ef þú þér finnst fluga vera að bíta þig á morgun um 2 leytið þá er þetta hilsen koss frá mér….vegna málörðugleika er ég ekki viss um að hún hafi náð muninum á koss og biti….en frábært þjónusta (moskitomessage.com)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s