Sihanoukville

Kambódía Kambódía Kambódía jii hvað tíminn flýgur frá manni þegar maður er í ferðalagi 🙂

Þessi staður stóð í raun við allt sem við höfðum ætlað honum. Djamm og tan! Flóknara var það nú ekki 😉

Fyrsta daginn fórum við á strönd sem var rétt hjá hótelinu okkar, Serendipity beach. Get nú ekki sagt að ég mæli með henni því hún var ógeðslega skítug og það var haugur af risa marglyttum þegar komið var ca. 2-3 metra í sjóinn. Svo var líka svo mikið af konum/stelpum að reyna að selja manni allan andskotann og bjóða manni hand- og fótsnyrtingu eða að taka af manni fóthárin með einhverskonar þræði. Ég lagði nú ekki í það. Þessar konur geta verið alveg svakalega ágengar og á bekkjunum við hliðina á okkur voru 2 menn, sem þær voru eitthvað að snyrta. Eftir smá tíma var komin haugur af konum í kringum þá og það brutust úr þvílík rifrildi og læti því þeir voru víst búnir að leyfa einhverri annarri að snyrta nasahárin o.s.frv. Þetta var fáránlega fyndið fyrst en svo var þetta nú orðið frekar pirrandi. Á meðan á öllu þessu stóð náðum við að brenna svolítið duglega þannig að „tanið“ næstu daga fór fram skuggamegin við sundlaugina á hótelinu okkar. Við fórum svo þremur dögum seinna á strönd sem heitir Otres beach og hún var yndisleg!!! Þvílíkt tær og volgur sjór að manni langaði bara helst ekki að fara uppúr.

Djammið var æði;) Uppáhalds staðirnir voru klárlega Utopia og JJ´s. Við höfðum nú samt bara þrek til að djamma annað hvert kvöld…. svona er maður orðinn gamall 😉 æ það er svo yndislegt að djamm í svona bakpokaferðalangastemmningu. Maður er alltaf að kynnast nýju og skemmtilegu fólki og þessi staður var enginn undantekning 😉

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s