Nú er ferðalagið hálfnað og það sem af er komið er búið að vera yndislegt. Ég væri nú að ljúga ef ég segði að ég næði ávallt að vera 100% á staðnum því hugurinn leitar sífellt heim.  Á hverjum degi, oft á dag.  Ég hugsa um elsku Dagbjart minn oft oft á dag. Það er ekki það að ég njóti þess ekki að vera hérna, þvert á móti. Það er bara enn svo stutt í tilfinningarnar sem einkenndu síðustu 2 vikur heima á Íslandi. Hugsanir og tilfinningar úr andstæðum áttum flögra stefnulaust um og það virðist stundum ómögulegt að fanga eina einustu og fá hana til að vera kyrra nógu lengi til að átta þig á henni.  Oft veit maður ekkert hvaðan þær eru að koma því þær poppa upp bæði á líklegustu og ólíklegustu stundum. Og svo þess á milli er maður einhvernveginn dofin eftir þessi tog í allar áttir.  Það er svo sérstakt að sorgin skuli líka vera svona líkamleg. Í fyrstu var mér sífellt flökurt og hafði enga lyst á að borða nokkuð.  Hnúturinn í maganum virtist krónískur þegar hann hertist sem mest og stundum er eins og hjartað ætli út úr brjóstkassanum, eins og það vilji helst vera á einhverjum allt öðrum stað en inni í mér. Það virðist stundum ómögulegt að anda djúpt.

Ég held það sé bæði gott og slæmt að vera að vinna úr sorginni svona langt frá öllum þeim sem eru að fást við sama viðfangsefni.  Stundum vantar mig svolítið að vera heima með fólkinu sem skilur nákvæmlega hvernig mér líður því þeim líður eins. En svo er líka svo gott að vera sífellt að upplifa nýja og spennandi hluti og smakka á því sem lífið hefur upp á að bjóða. 

Hugurinn er sífellt að spyrja spurninga sem hann veit að hann fær aldrei svör við. 

Hvernig gat svona lítill kroppur náð að geyma svona mikið magn af sársauka og vanlíðan?  Ég vildi óska þess að ég hefði getað tekið sársaukann  allan yfir á mig og leyft honum að lifa í áhyggjulausum, svörtum og hvítum disney-heimi, sem öll börn eiga skilið að fá að upplifa. 

Hvað hefði ég getað gert?  Ég veit að það þýðir ekkert að vera að velta þessu fyrir sér. Það breytir engu.  En ég get ekki annað en hugsað um það. Og ég get ekki látið mig hætta að hugsa um það. Stundum er eins og rökhugsunin fari bara í frí og í smástund reynir maður að finna leið til að breyta hlutunum eftir á.

Hvenær hætti ég að telja vikurnar, á hverjum föstudegi, frá því hann dó?

Æ ég er eitthvað svo agalega mikil tilfinningahrúga núna….sorry….. ég er bara ekki alveg að skilja lífið núna…….

Ég veit ég get ekki breytt því sem hefur gerst en ég get haft áhrif á það sem mun gerast. Ég er kannski ekki að fara að breyta heiminum en það er svo margt sem ég get gert til þess að vera betri dóttir, systir, frænka, vinkona, vinnufélagi, kunningi og ókunnug manneskja.

Ég held það séu allir sekir um að hafa einhverntímann látið öðrum líða illa vegna einhvers sem þeir sögðu eða gerðu. Hvort sem fólk ætlaði sér að gera það eða ekki. Við verðum að vera duglegri að passa uppá hvert annað. Við vitum aldrei hvað er að gerast í hjartanu á einstaklingum í kringum okkur. Sum hjörtu eru brothættari en önnur og ég hef engan rétt til þess að búa til enn eina sprungu í slíkt hjarta því það gæti komið að því að einn daginn er ekki pláss fyrir fleiri sprungur og það molnar niður, jafnvel við minnsta átak.

Við Hjartagosinn minn gerðum kastala á ströndinni í dag. Ekki láta ytra útlitið blekkja…..innréttingarnar voru geggjaðar 😉

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

12var við

 1. Arna Vala sagði:

  Knús til þín elsku Eydís ;** Skulum öll hugsa um gullnu regluna, komum fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur 🙂

 2. Guðný sagði:

  Knús Eydís, vonandi nærðu að njóta þín sem mest ❤

 3. Vallargötugengið sagði:

  Elsku kroppurinn okkar, þú ert rosalega dugleg að vera góð við fólkið í kringum þig og við höfum svo sannarlega notið þess :). Sendum kossa og knús yfir hálfan heiminn og vonum að það hitti á réttan stað 🙂
  Elskum þig og hlökkum ofsalega til að fá þig heim……

 4. Harpa Dögg sagði:

  Risa knús á þig elsku Eydís mín!! Rosalega gaman að fylgjast með þér hérna á blogginu og skoða myndirnar þínar væri sko alveg til í að vera í þessu ferðalagi þínu:-) Góða skemmtun það sem eftir er:-)

 5. ása Ingibjörg sagði:

  ♥ knús elsku Eydís mín :*

 6. Aðalheiður sagði:

  Æ elsku dúllan mín, vildi að ég gæti knúsað þig,, en sendi það kannski bara í bréfsefni 😉 Það er líka mjög gott hjá þér að setja þessar tilfiningar á blað,, það losar stundum aðeins um.. Vona að þú náir samt að njóta þín eins mikið og þú getur,, hjartagosinn þinn hefði örugglega viljað það;) En það er líka einmitt gott og staldra aðeins við og skoða innrað sjálft;)
  Elska þig kroppurinn minn,, góða skemmtun það sem eftir er;)

 7. Sibba syss sagði:

  Það er ótrúlegt að finna það hversu lítið samband er á milli rökhugsunar og tilfinninga þessa dagana. Reynt að hugsa rökrétt og skynsamlega en tilfinningarnar bruna með mann í allt aðra átt og ekki endilega í þá átt sem maður vil fara.
  En njóttu þín elsku litlan mín og njóttu stundanna í botn þegar rússíbaninn er ekki á niðurleið og líttu á niðurleiðina sem kennslustund í því að maður verður að njóta lífsins til fulls á meðan hægt er.
  Knús á þig

 8. Guðlaug Helga Sigurðardóttir sagði:

  Knús á þig elsku stelpa:* Þekki þessar tilfinningar alltof vel því miður en rosalega gott hjá þér að koma þessu á blað hjálpar manni ótrúlega mikið 🙂 Æðislega gaman að fylgjast með ykkur skvísum og vona að restin af ferðini verði jafn yndisleg

  knús Gulla

 9. Hildur sagði:

  Elsku Eydis mín. Innileg og góð færsla sem fer beint innað hjartarótum. Þú ert alveg einstök elsku vinkona. Knús á þig, hlakka til að sjá þig.

 10. Elín Björk sagði:

  Einstök færsla, eins og höfundurinn!
  Ég skal alveg trúa því að kastalinn hafi verið ótrúlega vel innréttaður 🙂

 11. Sigrún sagði:

  Risaknús til skvís, þú ert bara ótrúlega dugleg að reyna að njóta lífsins þessa dagana eins vel og þú getur!!!! Skemmtilegt líka hvað hann fær að taka þátt í mörgu með þér þarna úti;);) lov U!!!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s