Saigon (Ho Chi Minh City)

Saigon er að mörgu leyti ótrúlega ólík Hanoi og við erum að fíla hana betur en Hanoi. Hún er öll miklu rýmri og hreinni. Mun meira að gerast við okkar hæfi, já já ok við erum túristar en það er bara svo mikið af asíubombum sem maður getur tekið við á hverjum degi. Það er voða gott að komast í eitthvað semi-vestrænt af og til því þá þarf svo miklu minna að hafa fyrir öllu 😉 

Við fórum á stríðsminjasafnið og skoðuðum ótal myndir frá Víetnamstríðinu. Ótrúlega sorglegt að svona hlutir geti gerst og séu enn að gerast í dag í öðrum löndum. Það lá við að ég væri gráti næst þegar ég kom út því þetta fékk svo á mig. Ok ég er kannski ekkert stabílasta manneskjan þessa dagana en þetta er bara svo sorglegt að svona ljótir hlutir geti gerst og þó svo að Norður-Víetnam hafi verið yfirlýstur sigurvegari í þessu stríði þá tapa allir í stríði.

Maður hefur svo sem alveg séð svona hryllilegar myndir áður en það er einhvernveginn öðruvísi að vera á staðnum og skoða svona margar myndir í einu. Ég er líka einmitt að lesa bók þessa dagana , „The girl in the picture“, sem fjallar um stelpu sem brenndist svakalega eftir napalm sprengju. Bókin lýsir mjög vel aðstæðum á þessum tíma og hræðilegar lýsingarnar þegar þessi litla 9 ára stúlka slasast.

Við fórum líka að skoða göng sem Viet Cong, kommúnistaskæruliðar, notuðu til að fela sig í miðjum skógi í Suður- Víetnam. Þetta var alveg ótrúlegt þriggja hæða neðanjarðakerfi, sem varð 250 km langt og hýsti 16þúsund einstaklinga. Ég get bara engan veginn skilið hvernig fólk gat þrifist við þessar aðstæður.

Víetnamar og Asíubúar almennt eru svo miklu fíngerðara fólk en við þannig að göngin sem við prófuðum að skríða eftir voru tvöfalt stærri en upphaflega, þegar þeir voru að nota göngin. Þetta hentaði líka vel í hernaði því Bandaríkjamenn komust ekki inn í göngin með góðu móti auk þess sem þeir hefðu ekki vitað hvert þeir ættu að fara þegar þeir væru komnir inn.

Ég meikaði nú bara að fara 30 metra eftir þessum göngum en Eygló fór alla 100 metrana sem er í boði fyrir túrista að prófa.

Við prófuðum að skjóta úr M16 riffli.

Það er mjög mikið líf á börum og skemmtistöðum í Saigon og eru drykkirnir yfirleitt frá ca. 50 krónum upp í 500 krónur á allra dýrustu stöðunum. Við kíktum á 2 staði og skemmtum okkur mjög vel. Leikurinn „sleikur eða slátur“ verður seint þreyttur þó svo að maður sé orðinn virðulegur lyfjafræðingur á fertugsaldri;)

Eftir góða dvöl í Saigon, tók við 11 tíma rútuferð til Sihanoukville í Kamdódíu, þar sem við erum núna og verðum næstu daga. Sú rútuferð var nú alls ekki svo slæm get ég sagt ykkur, þar sem skemmtiatriðin um borð voru sko ekki af verri endanum! Í sjónvarpinu var boðið upp á söng-sápuóperu! Jájájá! Og það besta var að á skjánum var texti eins og í karókí og því gat maður sungið með. Djös bömmer að vera ekki búin að mastera kambódískuna áður en maður lagði í þessa ferð!

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

4var við Saigon (Ho Chi Minh City)

 1. Jóna Ósk sagði:

  Ok, nú verð ég að spurja…“sleikur eða slátur“? What? :p

  • Eydís Huld öll í skuld sagði:

   hmm sko…..
   þetta er leikur sem hefur verið í þróun hjá okkur vinkonunum undanfarin ár þegar við áttuðum okkur á þægindum þess að tala tungumál sem enginn skilur þegar maður er staddur í útlöndum því þá getur maður hrópað upp orðið sleikur og fólk heldur bara að þú sért að heilsa eða eitthvað álíka 😉
   Þetta er sem sagt okkar leið til að gefa karlmönnum einkunn fyrir útlit innan ca. 5 sekúnda frá því hann kemur í sjón. Þá verður maður að ákveða strax hvort hann er nógu myndarlegur til að fara í sleik við (já við vinkonurnar notum þetta orð alltof mikið 😉 ) og í því tilfelli segir maður hátt og snjallt „sleikur!“. Ef maðurinn er hins vegar álíka spennandi og innyfli kinda, þá er hann slátur.
   Þennan leik má nota við ýmis tækifæri í ferðalögum til að stytta sér stundir, svo sem á börum, flugvöllum, lestarstöðvum og almennt þegar bíða þarf lengi eftir einhverju, sem er algengt á löngum ferðalögum 🙂

   Gaman að þú skulir fylgjast með blogginu mínu Jóna!! 🙂

 2. Jóna Ósk sagði:

  Hahaha 🙂 Snilldar leikur! 🙂

  Já það er virkilega gaman að fylgjast með þér fröken flökkukind 🙂

 3. Virðulegur lyfjafræðingur á fertugsaldri! Það var og….hahaha!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s