Hanoi

Hanoi er í stuttu máli sagt týpísk asísk stórborg með tilheyrandi fólksmergð, látum, kraðaki og fjölbreytileika. Meirihluti fólks keyrir um á vespum og er hávaðinn og mengunin í takt við allan þann fjölda sem keyrir um göturnar. Það er nær ómögulegt að ganga á gangstéttunum hér því þar leggur fólk alltaf vespunum sínum og svo borða allir úti á gangstétt. Þar eru heilu fjölskyldurnar sem sitja á litlum kollum að elda og borða. Mjög sérstök hefð.

Við gistum hér alls í 3 nætur og höfum gengið alveg svakalega mikið síðan við komum hérna, enda er hér ekkert um smábæ að ræða. Erum aðallega búnar að ganga um gamla hverfið og umhverfis vatnið sem er í miðju hverfinu.

Við erum búnar að rölta á milli markaða og búða eins og sönnum Íslendingum sæmir. Við keyptum okkur m.a. afrit af gömlum áróðursveggspjöldum sem voru á sínum tíma handmáluð. Ótrúlega falleg og fjölbreytt plaköt. Ekkert „helvítis fokking fokk“ með ódýrri málningu sko;) Svo fór ég líka í litun og plokkun og var agalega ánægð með það:)

Við fórum að sjá grafhýsi Ho Chi Minh og settumst svo á bekk við vatn sem er kallað „West Lake“ og lásum. Þar var ein kona sem var að selja drykki og ávexti sem hafði agalega áhyggjur af bitunum á fótunum mínum. Var alltaf að fussa og sveia og skoða þau og talaði stanslaust við mig á víetnömsku. Ég er reyndar furðugóð í bitunum því ég er farin að taka antihistamín á kvöldin og bera mentól-og kamfórukrem á þau. Svínvirkar gegn kláðanum 😉

Svona halda allar sölukonurnar á varningnum sínum ef þær eru ekki á hjóli eða einhverju öðru farartæki. Það er nær undantekningalaust að konurnar vinni erfiðisvinnuna og karlarnir „þægilegu“ vinnuna ef þeir vinna þá yfir höfuð. Margir giftir menn láta konurnar um það að sjá fyrir heimilinu og um heimilið á meðan þeir lesa, spila og drekka :/

Við gerðum heiðarlega tilraun til að kanna næturlífið á laugardagskvöldinu en það gekk nú ekkert voðalega vel að finna bari, sem eitthvað fólk var inni á. Allt innfædda fólkið sat á litlum kollum úti á gangstétt, drakk bjór (hrísgrjónabjór held ég) og borðaði sólblómafræ.

Við vorum komnar heim af „djamminu“ um miðnætti 😦

Við förum að sjálfsögðu út að borða tvisvar á dag;)

mmmmmmmmmm

voff voff!!

Við kveðjum Hanoi núna í kvöld og fljúgum til Saigon í fyrramálið;)

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Hanoi

  1. Úffff, hvílíkur matseðill. Hvað fenguð þið ykkur? Ég hefði klárlega fengið mér eggjastokkana úr gyltu. Þá myndi ég loksins hafa svar við „hvað er skrýtnasti matur sem þú hefur smakkað?“. Pabbi bað mig að skila því til þín að taka ofnæmistöflur (andhistamín) en ég sé einmitt að þú ert byrjuð að gera það. Ég viðurkenni reyndar að þegar hann bað mig að segja þér þetta þá hló ég að honum og minnti hann á að þú værir lyfjafræðingur;)

    • Eydís Huld öll í skuld sagði:

      sko ég fékk mér hrísgrjón með nautakjöti en ég viðurkenni nú að kjötið var nú heldur meyrt svo ég get nú ekki svarið fyrir það hvaða skepna þetta var :/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s