Halong Bay:)

Tíminn er ótrúlega fljótur að líða og við erum strax komnar í land númer 2 af þeim 4 löndum sem við ætlum að heimsækja. Við lentum í Hanoi, höfuðborg Víetnam, seinnipart þriðjudags og sáum strax hvað við vorum komnar í mun stærri borg en við höfum verið í hingað til. Umferðin og kaosið minnti helst á Bangkok, sem mér finnst einmitt einum og mikið áreiti fyrir minn smekk. Til að toppa þetta sjokk þá fengum við verstu máltíð sem við höfum fengið hingað til í ferðinni. Vorum alveg hrikalega svangar og skammturinn sem við fengum voru 5 kjúklingavængir, ristaðir í hvitlauk og franskar. Á matseðlinum hljómaði þetta svo vel en svo var svo svakalega mikill hvítlaukur á vængjunum og við loguðum og lyktuðum langar leiðir. Einnig var meira um feiti en mjöl í frönskunum þannig að það var ekki borðað mikið af þeim. Við keyptum okkur því kex á leiðinni heim og pöntuðum okkur ferð til Halong flóans (Halong Bay) ;).

Halong bay er ca. 1500 ferkílómetra svæði af alls 1960 eyjum, sem flestar eru úr kalksteini. Fæstar eru þó byggðar og mig minnir að það sé búið á 4 þeirra. Við tók endalaus fegurð um leið og við sigldum inn í flóann og ég tók að sjálfsögðu fullt af myndum en þetta er bara einfaldlega eitthvað sem maður verður að sjá með eigin augum til að ná að grípa alla þessa fegurð að fullu.

Þetta er báturinn sem við sigldum með um flóann og gistum eina nótt. Það fór alveg ágætlega um okkur og hópurinn sem var með okkur var fjölbreyttur og skemmtilegur. Par frá Bretlandi og breskur strákur, eldri hjón frá Frakklandi, hollenskt par og hollenskur strákur, par frá Suður – Afríku, litháenskir feðgar og japanskur strákur.

Íbúar eyjanna búa tæknilega séð ekki á eyjunum sjálfum því þeir eru búnir að búa sér til sínar eigin fljótandi eyjur, sem eru fastar við kalkeyjarnar.

Við sigldum hér um á kajak og kynntum okkur þannig þetta „hverfi“ nánar. Það var banki þarna og allt, samt ekki hraðbanki sko;)

Hjartagosinn minn gerði fallega sólarlagið í Halong Bay ennþá fallegra:)

Um kvöldið borðuðum við svo öll saman kvöldmat og þá gerðum við okkar eigin einskonar vorrúllur. Við settum núðlur, kál, kjúkling, svínakjöt og egg á þunnan gegnsæan pappa sem minnir helst á smjörpappír. Síðan er þessu rúllað upp og dýft sæta chilisósu. Þetta var nú bara nokkuð gott:) Það sem eftir leið af kvöldinu sátum við og spjölluðum og drukkum bjór. Mjög fínt. En hvað er það með asíska karlmenn og karókí???? Starfsmennirnir á bátnum byrjuðu á að syngja víatnömsk lög í karókí og vildu endilega að við myndum syngja. Og hver haldiði að hafi verið sú eina sem þorði að syngja??

Daginn eftir sigldum við svo á eina eyjuna, Cat Ba. Þar hjóluðum við aðeins um eyjuna og fórum svo með öðrum bát á eyjuna sem við gistum svo á.

Hluti hópsins , sem við eyddum síðustu 3 dögum með á Halong Bay;)

Monkey Island, eyjan sem við gistum á eina nótt. Kofinn okkar er við hliðina á stóra kofanum í miðjunni. Kvöldið á eyjunni var algjör snilld. Grill, bjór, gítar, söngur og ógeðslegt hrísgrjónavín með ananas;)

Nú erum við komnar aftur til Hanoi og líst strax mun betur á borgina en fyrir 3 dögum síðan! Fékk bestu máltíð ferðarinnar áðan og er öll að koma til með að borða með prjónum;)

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

4var við Halong Bay:)

  1. Erla María sagði:

    Vá hvað þetta er geðveikt! Er samt ekki viss um að ég væri til í að flytja í fljótandi hverfið 🙂

  2. Konný sagði:

    magnað!!

  3. Vondur matur og kaos í alltof stórri borg. Mér er bara alveg sama, þetta hljómar samt alveg geggjað!

  4. Halldóra sagði:

    hrikalega gaman að lesa hjá þér, allt svo spennandi sem þið eruð að gera 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s