Luang Prabang

Árið 2010 var Laos í hópi 20 fátækustu þjóða í heimi og sést vel á vegakerfinu hjá þeim.  Á millli Vang Vieng og og Luang Prabang eru 168 km en það tók okkur 6 tíma að keyra þangað í minibus.  Ég myndi giska að u.þ.b. 20-30% af vegunum séu malbikaðir og bílstjórar ná aldrei upp neinum hraða því vegirnir er svo holóttir og oft vantar heilu bitana. Ég er búin að kaupa ógleðipillur ef ég skyldi þurfa að fara í aðra slíka ferð;)

Fólk hér í Laos er ótrúlega vinalegt og alltaf brosandi til manns. Hérna fara allir úr skónum þegar þeir fara inn í hús eins og á Íslandi nema hér er það líka gert í búðum, allavega þeim sem eru með fín og pússuð marmaragólf.

Luang Prabang er mun meira fyrir augað en Vang Vieng, þó sá bær hafi verið meiriháttar. Við höfum verið duglegar að rölta um markaði og skoða musteri og þess háttar. Við skoðuðum hella, Pak Ou, sem eru í fjalli við Mekong ánna. Get nú ekki sagt að þetta hafi verið eitthvað merkilegir hellar , svona miðað við þá hella sem maður hefur séð á Íslandi;)  En þeir voru fullir af búddha styttum sem lókal fólkið hefur gefið. Æ við fengum þó allavega siglingu um Mekong ánna útúr þessu;)

Hérna er hjartagosinn að sigla eftir Mekong ánni, sem rennur eftir allri suðaustur Asíu:)

Svo skoðuðum við ótrúlega fallega fossa, Kung Si. Eygló skellti sér útí en ég var eitthvað slöpp svo ég stóð bara á bakkanum og tók myndir 😉

Til að heilsa í Laos, segir maður: Sabadí

Takk fyrir: Kop dæ

Takk kærlega fyrir: Kop dæ læ læ

Það er að sjálfsögðu skrifað á annan hátt sem ég skil ekki því þeir nota annað letur.

Á morgun förum við svo til Hanoi í Víetnam og ég ætla að reyna að henda inn myndum á facebook áður en við förum þangað;)

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

4var við Luang Prabang

 1. Sibba syss sagði:

  Æ fékk tár í augun og sting í hjartað þegar ég sá hjartagosann þarna. Rússibaninn enn á fullu. Knús

 2. Kaja sagði:

  Mikið sammála Sibbu. Ég fór að gráta þegar ég sá myndina og það koma líka tár þegar ég skrifa þetta :´)
  Takk æðislega Eydís fyrir að taka fallega strákinn okkar með í ferðalagið sem honum langaði svo mikið í.

 3. Sigrún í Sviss sagði:

  Gaman að fylgjast með ykkur systur. Þið eruð ótrúlegar skemmtilegar systur, love it. Kossar xxx.
  Sigrún Sif

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s