Vang Vieng

ohhh við erum búnar að hafa það svo gott og gaman í Vang Vieng. Við vissum það fyrirfram að þetta yrði djammtími hjá okkur og við héldum okkur bara við það;) Við gistum hér í 3 nætur og fyrsta kvöldið endaði á svaðalegu djammi með breskum strákum og norskum stelpum sem við hittum á fyrsta pöbbnum sem við fórum á. Við enduðum dansandi við varðeld fram undir morgun. Það var mjög fyndið hvernig við kynntumst þessum norsku stelpum. Ástralskur strákur sem var að vinna á barnum fannst alveg stórmerkilegt að við værum frá Íslandi og þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti Íslendinga. Svo kemur hann til okkar seinna um kvöldið og segir að hann trúi því bara ekki að sama kvöld og hann hitti Íslendinga í fyrsta skiptið þá kæmu aðrar íslenskar stelpur á barinn og bendir á norsku stelpurnar. Við förum auðvitað til þeirra og þá kom í ljós að þeim fannst það svo óspennandi að segjast vera norskar svo þær ákváðu að ljúga um að þær væru íslenskar til að virka meira spennandi. Þær héldu auðvitað það væru engar líkur á því að þær yrðu böstaðar hehehe þetta var ótrúlega fyndið!

Áætlunin var að fara í tubing daginn eftir en þar sem heilsan leyfði það því miður ekki þá varð því frestað um einn dag;) Tubing er sem sagt hefð sem er búið að skapa fyrir túrista í Vang Vieng þar sem verið er að djamma meðfram/í ánni að deginum til þar til dimmir um 6 leytið. Maður leigir sér belg og lætur sig fljóta eftir ánni, síðan eru barir meðfram ánni og starfsfólkið kastar í mann reipi til þess að draga mann á barina. Þetta var í einu orði sagt GEGGJAÐ!!  Þvílík stemmning og gleði og sumir barirnir með „leiktæki“ sem ég prófaði að sjálfsögðu samviskusamlega;) Fyrir vikið er ég öll marin eftir misgóðar lendingar en það er nú ekkert til að væla útaf því þetta var svoooo gaman:):):)

Hendi svo fleiri myndum inná facebook á næstunni;)

Knús í hús

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

7var við Vang Vieng

 1. Sibba syss sagði:

  Geggjað. Sé ykkur systur alveg fyrir mér þarna 😉

 2. Erla María sagði:

  Shit hvað þetta hefur verið fáránlega gaman 🙂

 3. Hanna Guðrún sagði:

  oohh hljómar svo vel…get svo vel ímyndað mér hvað það er gaman hjá ykkur systrum. Knús á ykkur báðar

 4. Guðný sagði:

  ohh vá öfund, þetta hefur greinilega verið góð byrjun á frábæru ferðalagi… haldið áfram að skemmta ykkur eins og ykkur einum er lagið 😉

 5. Stefán Sveinn sagði:

  Ég er á því að taka upp svona tubbing í Fjarðá næsta sumar – eruð þið systur ekki til í að vera faglegir ráðgjafar ? Haldið áfram að njóta og skemmtið ykkur vel 😉

 6. Hildur sagði:

  ég er að koma!

 7. Vá hvað þetta hljómar geggjað!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s