Komnar til Laos:)

Jæja þá erum við búnar að gista eina nótt í Laos en erum ekki enn búnar að aðlagast tímamismuninum. Við sváfum til rúmlega 15 og fengum fyrst nett sjokk en svo áttuðum við okkur á því að klukkan væri aðeins  8 að íslenskum tíma. Þá vorum við búnar að sofa í u.þ.b. 12 tíma, sem var kærkomin svefn eftir sólarhrings ferðalegFlugið til Bangkok var það versta sem ég hef upplifað. Sætin voru fáránlega þröng og við sátum aftast þannig að við gátum nánast ekkert hallað þeim aftur, sem er ekki alveg það sem maður vill í tæplega 11 tíma flugi. Svo var svo mikil ókyrrð í loftinu um tíma að ungfrúin ældi því mallinn var bara ekki að fíla þetta hopp í svona langan tíma. Fyrsta og vonandi eina skiptið sem ég æli í flugvél. Mæli ekki með því:/

Flugvöllurinn  í Bangkok er áfram uppáhalds flugvöllurinn minn, enda vorum við að koma þarna í fjórða skiptið svo maður er orðinn eins og heimamaður þarna;) Við skelltum okkur í 45 mínútna tælenskt nudd á meðan við biðum eftir fluginu til Laos….vá hvað það var vont-gott!!

Flugið til Laos tók svo um 1 og hálfan tíma í lítilli rellu, sem er svipuð og þegar flogið er á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þvílíkur hávaði í einni lítilli vél;)  En þetta hafðist nú allt á endanum og okkur til mikillar gleði höfðum við haft vit á að bóka hótelherbergi með loftkælingu;) 10 stig fyrir okkur!

Í dag erum við svo aðeins búnar að rölta um hér í höfuðborginni, Vientiane, sem virkar meira eins og smábær en höfuðborg. Eygló keypti sér myndavél og ég keypti mér litla fartölvu, pínulitla og sæta Acer Aspire One á 340 dollara. Þar með náðum við markmiðum okkar hér í bæ, svo við kíktum aðeins á fjölmennan og hávaðasaman útimarkað. Við vorum nú ekki lengi þar því þetta var aðeins of mikið af öllu einhvernveginn. Það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma sumum hlutum, sem við vorum í raun orðnar ósköp vanar í Perú. Umferðarkraðakið, lyktin, rakinn, skíturinn.

 Á morgun tökum við svo rútu til Vang Vieng:)

Ein hraðbankaúttekt, 1 milljón kip eða ca. 14þúsund krónur;)

Ferskir sjávarréttir á boðstólnum á götumarkaði! Svo ferskir að fiskarnir og froskarnir voru enn syndandi! Geri aðrir betur!;)

Local bjórinn fékk 6 stig, sem þýðir að hann er ágætur og vel drekkanlegur en maður er ekkert endilega að mæla með honum:)

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

5var við Komnar til Laos:)

 1. Magga Sör sagði:

  Gaman að lesa bloggið hjá þér skvís :0) Skemmtið ykkur rosalega vel,verður gaman að fylgjast með.
  bestu kveðjur frá DK

 2. Hildur sagði:

  hahaha …hérna, kaupur Eygló hreinlega eina myndavél ALLSSTAÐAR sem hún fer!!?? hahahahaha:D Æðislegt, hlakka mikið til að fylgjast með….GUÐ hvða ég er fegin að hafa ekki verið í þessu 11 tíma flugi…en flugið einmitt á milli Grænland og Íslands er í svona lítilli rellu í 3 og hálfan tíma! Öss….EN mikið er þetta frábært, taktu mynd af sólinni:)

  • Eydís Huld öll í skuld sagði:

   ég hugsaði einmitt mikið til þín hildur þegar ókyrrðin var í fluginu „nú væri Hildur mín að fara yfirum“

 3. Íhaaa!! Takk fyrir að vera svona fljót að blogga, gleður mitt litla hjarta:)

 4. Vallargötugengið sagði:

  Frábært að geta aðeins fylgst með ykkur stöllum, þú ert ekki alveg eins langt í burtu svona. Hafið það ógó gott og Gunnlaugur bað um að frænka kæmi með svona „fðokk“ heim í afmælið 🙂
  Kossar og knús frá Vallarötugenginu 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s