Á morgun;)

Jæja þá er brottför á morgun og ég verð nú að viðurkenna að um mig fara blendnar tilfinningar.

Síðustu 2 vikur hafa verið þær erfiðustu sem ég og fjölskyldan mín höfum gengið í gegnum og mér finnst örlítið eins og ég sé að flýja vettvang. Þó svo að rökhugsunin segi mér að ég eigi auðvitað bara að fara og reyna að njóta þess eins mikið og ég get, þá eru tilfinningarnar og hnúturinn í maganum ekki alveg á sama máli. En það er svo sem bara í takt við þá rússibanaferð sem hugsanirnar og tilfinningarnar hafa farið í gegnum síðustu vikur. Algjörlega andstæðar tilfinningar sem toga mann í gagnstæðar áttir og oft flókið að finna milliveg til að standa á.

Æ þetta verður svo skemmtilegt!! Fötin eru í þvottavélinni, malaríulyfin komin í hús, myndavélabatteríið í hleðslu og nú er bara að leita sér að góðri tónlist til þess að hlaða á ipodinn, þar sem framundan eru 10 flug á næstu 6 vikum.

Næsta blogg verður svo frá Laos 😉

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir SA - Asíuferð. Bókamerkja beinan tengil.

7var við Á morgun;)

 1. Sigríður Guðnadóttir sagði:

  Elsku Eydís…

  Gangi þér vel og njóttu ferðalagsins, þú styður fjölskyldu þína þó þú sért ekki nálægt þau vita af þér og að þú hugsar til þeirra.

  Góða ferð…

  Sirrý

 2. Jóna Júl sagði:

  Elsku Eydís mín

  gangi þér vel og góða ferð. ég skil vel þessa rússibanahugsanir, ætli væri ekki óeðlilegt ef þær væru ekki?
  en þú ert ekki að flýja vettvang, þetta var planað svo löngu ( veit samt ekki hversu löngu en bíst við ágætlega löngu) áður en allt gerðist. Svo þú ert ekki að flýja neitt, enda held ég að enginn muni hugsa þannig. Þú ert ung stelpa með ævintýra þrá og njóttu hennar, ég er viss um að Dagbjartur muni koma með þér í ferðalagið og njóta þessa ferðalags með þér.
  Stattu við þín plön, við vitum aldrei hvað gerist og því er svo nauðsynlegt að leyfa sér að njóta þeirra ævintýra sem maður hefur tækifæri á að upplifa.
  Ég er viss um að fjölskyldan vilji að þú haldir plönunum, og Dagbjartur líka, sem er örugglega það mikilvægasta fyrir mig…..

  Svo er líka bara gott að komast í annað umhverfi eftir svona áfall, fyrstu dagarnir verða erfiðir og hugsanirnar miklar heim, en njóttu eins og þú getur.

  Jóna Júl

 3. Auður Aðalbjarnardóttir sagði:

  Elsku Eydís

  Góða ferð og lifðu lífinu til fulls.

  knús.
  Auður frænka

 4. Sibba syss sagði:

  Þú ferð í þessa ævintýraferð elsku Penelópa mín. Ef það er eitthvað sem við höfum lært þá er það að njóta lífsins á meðan við getum. Vitum aldrei hvað er handan hornsins og borgar sig ekki að hugsa of mikið um það.
  Knús í hús

 5. María Sif sagði:

  Ég samhryggist þér innilega elsku Eydís mín. Þessi ferð ykkar á eftir að vera algjört ævintýri. Laos er yndislegt land sem mun taka vel á móti ykkur. Góða skemmtun! Kveðja frá Kambódíu =)

 6. Hildur sagði:

  JIBBÍJEIJ BLOGG!Hlakka til að fylgjast með blogginu þínu:) Þetta verður dásamleg ferð og þú kemur endurnærð tilbaka! Rembingsknús:*

 7. Gaman að sjá bloggið endurvakið.

  Ég er rosa spennt að fylgjast með ykkur héðan af hversdagslegum klakanum. Njóttu ferðarinnar og njóttu líðandi stundar!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s