Blogga aftur….???

Ég er svei mér þá mikið að spá í því að endurvekja þetta blogg í tilefni að því að við systur stefnum í litla haustferð um Suðaustur-Asíu núna í október og nóvember.

Ferðaplanið er hér gróflega teiknað á þetta kort.

9. október fljúgum við til Köben og svo þaðan til Bangkok, þar sem við stoppum ekki neitt (been there, done that) heldur fljúgum beint til Vientiane, sem er höfuðborg Laos. Þaðan förum við svo í 3ja daga partý í Vang Vieng en eftir það verðum við agalega menningarlegar og förum til Luang Prabang.

Frá þeim stað yfirgefum við Laos og fljúgum til Hanoi í Víetnam. Eftir smá tíma þar og í Halong Bay, fljúgum við suður til Saigon (Ho Chi Minh) og eyðum þar nokkrum dögum.

Þaðan förum við svo til Kambódíu, þar sem fyrsta stoppistöð verður höfuðborgin Phnom Pehn. Kíkjum á ströndina í Sihanoukville og komum okkur svo upp til Siem Reap.

Þaðan fljúgum við í gegnum Bangkok til Koh Phanang og dönsum við fullt tungl. Að því loknu hemsækjum við 2 tælenskar eyjar í viðbót, Koh Phi Phi og Phuket. 

Þá förum við aftur til Bangkok og verslum og fljúgum svo heim þaðan 21.nóvember 😉

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

3var við Blogga aftur….???

  1. hmmm ætli það sé ekki hægt að tengja svona blogg við facebook?

  2. Guðný sagði:

    Vá æðislegt… smá öfund í gangi en ég veit þið eigið eftir að eiga FANTASTIK tíma í Asíu:) Knús

  3. Harpa Dögg sagði:

    ooohh smá öfund í gangi hér er búin að fara þarna allstaðar í Tælandi þar sem þú ert að fara og full moon party er bara GEÐVEIKT:-) Góða ferð og súper góða skemmtun:-)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s