Árið 2009!!!!

Þetta ár er klárlega í toppsætinu af þeim 30 sem ég hef upplifað!!

Það verður erfitt að toppa það en ég ætla samt að reyna það með 2010. Veit nú ekki alveg hvernig ég á að fara að því….svo margt nýtt, margt skemmtilegt, margt spennandi, margt ótrúlegt, margt leiðinlegt og margt „loksins loksins“ átti sér stað árið 2009!

Eins og t.d. það að…

…ég eyddi 96% af árinu hinum megin við miðbaug, þar sem ég náði að koma mér upp hversdagsleika, venjum og vinahóp

…ég heimsótti 6 lönd sem ég hafði aldrei heimsótt áður

…ég lærði nýtt tungumál

…ég eignaðist vini frá ótrúlegustu löndum

…xx xxxxxx xxxxxxxxx

…ég lærði að dansa salsa án þess að þurfa að dauðskammast mín

…ég eyddi u.þ.b. 300 klst. í verulega misgóðum rútum og u.þ.b. 30 klst. í flugvélum

…ég svaf í allavega 40 rúmum, sem sum hver eru þó á mörkum þess að kalla megi rúm!

…ég lærði að dansa tangó

…ég lærði 5 grip á gítar og gleymdi þeim aftur

…xx xxxxxx xxxx

…ég kvaddi 25-30 kíló sem verða aldrei aftur boðin í heimsókn!

…ég lagðist í fyrsta skipti inn á sjúkrahús, fyrst í Perú og svo á Íslandi

…ég missti gallblöðru og sakna hennar ekki

…ég hef háð slagsmál við mun fleiri kakkalakka en ég hefði kosið

…ég fór út að hlaupa eftir nokkurra ára kyrrsetu

…ég fór skyndilega að fíla lauk í tætlur, í hvaða formi sem hann er og með hvaða mat sem er

…ég lærði að borða papaya, sem bragðast eins og æla en maður verður skuggalega háður þessum ávexti

…ég reyndi eins og ég gat að verða eins brún og vinir mínir, sem var frekar vonlaust case þar sem þeir voru allir indjánar!!

…ég prófaði að sörfa, það er drulluerfitt en fáránlega gaman!

…ég kafaði meðal kórala í karabíska hafinu

…ég skar mig á ostruskeljum í Brasilíu

…ég fór í rauðvínssmökkun í Argentínu

…ég fór til Machu Picchu

…ég skoðaði salteyðimerkur Bólivíu og kaffihéruð Kólumbíu

…ég prófaði ótal tegundir af misgóðum bjór

…ég víkkaði sjóndeildarhring minn um fleiri gráður en á hinum 29 árunum samanlögðum

Hér eru 2 myndir sem teknar er á hvorum enda þessa magnaða árs;)

Sú fyrri er tekin í Cusco um áramótin ´08 – ´09 og sú seinni er tekin í gærkvöldi, áramótin ´09 – ´10.

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir 1. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Árið 2009!!!!

 1. Uly Grey sagði:

  hvað getur maður sagt… þetta er allt saman stórkostlegt og yndislegt og frábært !!! já og eitt ???, sjúkrahús á ÍSL??? Usss maður verður að fara að heyra í þér !!!
  Hlakka alveg hrikalega mikið til að sjá þig og knúsa Elsku Eydís mín 🙂

 2. Ásta sagði:

  Jamm, það er áskorun að toppa þetta… Þú átt alla vegna magnað ár framundan við að reyna, og þú að þú náir bara næstum eins góðu ári þá er það auðvitað bara frábært.
  En ef við sjáumst ekki fyrr þá sjáumst við alla vegna á Akureyri að halda upp á tíu ára afmælið okkar og það verður nú gaman…

  Gleðilegt ár knúsan mín,
  Ásta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s