Kólumbía;)

jæja er ekki best að klára ferðabloggið áður en ferðin er búin?;)
Frá Ríó flugum við til Bogota, sem er höfuðborg Kólumbíu og skoðuðum okkur aðeins um þar. Svo sem ekkert merkilegt ad sjá þar, bara venjuleg stórborg.
Rétt fyrir utan borgina er þó nokkuð merkilegt fyrirbæri, risastór kirkja sem er byggð inn í námu í saltfjalli. Ekkert smá stórt dæmi og mikil vinna sem liggur þarna að baki.  Það liggur langur gangur  að aðalaltarinu og eftir þessum gangi er rakin sagan þegar Jesús var ad ganga með krossinn á bakinu og svoleiðis. Mjög töff!!!


Síðan fórum við til Salteno, sem er lítill bær í kaffihéraðinu. Í raun ekkert þar að gera heldur en að skoða sig um og meðtaka krúttleikann í þessum bæ. Án ef krúttlegasti bær sem ég hef nokkurn tímann komið til. Meira að segja hraðbankinn var krúttlegur!!  Á það að vera hægt??


Síðan fórum við alla leiðina á norður til Cartagena og áttum þar nokkra góða daga.  Þar er gamli bærinn ótrúlega sjarmerandi og er umkringdur stórum og breiðum steinvegg.  Tókum þar einn rúnt í chiva-rútu en það er skoðunartúr um borgina að kvöldi til, ótakmarkað magn af romm og kók í boði og svo stoppað á stað þar sem spiluð er kólumbísk tónlist og sýndir kólumbískir dansar.  Good times;)


Næsti áfangastaður var Taganga, lítill bær við karabísku ströndina.  Þar gerðum við lítið annað en að slaka á við sundlaugina eða ströndina og tana, enda orðnar pínu ferðaþreyttar og lítið annað að gera þarna en að chilla, tana og drekka bjór;).  Jú reyndar fórum við ad kafa!! Það var geggjað!!!….að skoða alla litlu fiskana og kóralana….magnað!!!!!
Svo fórum við í Tayrona þjóðgarðinn, sem er ótrúlega fallegur og góður stemmari þar því það er bara rafmagn þar þangað til klukkan 10 á kvöldin, einn veitingastaður og fólk sefur í hengirúmum eða tjöldum. Þar var ég aðalmáltíð moskító flugnanna!! Alveg merkilegt hvað þær elska mig mikið eins og ég hata þær mikið!!!

Úff þetta var nú stutt og laggott, enda vil maður ekki vera búin ad segja allar góðu sögurnar áður en maður kemur heim;);)  uhh eða nennir ekki að skrifa meira….vá hvað það tekur mann langan tíma að venjast því að vera með íslenskt lyklaborð aftur hehe;)

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Suður - Ameríkureisan. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Kólumbía;)

  1. Ohhhhh ég hlakka svo til að fá þig heim kroppurinn minn 🙂 Get ekki einu sinni einbeitt mér að gera klárt fyrir jólin sko….. ÞRÍR dagar sko 🙂

  2. Jóna sagði:

    þarftu nokkuð bíl hús eða pening? Lifiru ekki bara á þessari reynslu?

    Það er auðvitað forréttindi að fara til framandi landa og sjá heiminn í nýju ljósi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s