Bólivía….tékk;)

jaeja nú er best ad klára Bólivíu bloggid thar sem madur er nú komin yfir til Argentínu;)

Daginn eftir sídustu faerslu hér fyrir nedan, héldum vid í 12 tíma naeturrútu til Uyuni. Ágaetis rúta en vegirnir ekki their bestu thannig ad madur hossadist til og frá thangad til rófubeinid var farid ad oskra og heilinn á morkum heilahristings;)

Frá Uyuni fórum vid svo ad skoda staerstu salteydimörk í heimi, Salar de Uyuni. MAGNAD!!!!

Lögdum af stad klukkan 5 um morguninn til thess ad komast örugglega útúr baenum ádur en mótmaeli dagsins byrjudu. Í raun er ekki haegt ad lýsa thessum stad med ordum thví myndir segja miklu miklu betur frá. Er búin ad setja myndir á facebook;)

8823_152861859442_507514442_2516080_6964977_n

Planid var ad yfirgefa Uyuni med lest um kvöldid en thad var ekki haegt vegna mótmaelanna svo vid thurftum ad gista adra nótt.  Eygló hafdi verid andstutt sídan í La Paz vegna haedarinnar og thegar vid komum til Uyuni baettist vid ljótur hósti hjá henni. Tharna um nóttina vaknadi ég vid hana med algjört órád og hálfmedvitundarlausa af súrefniskorti. Vid héldum á henni úti taxa thví hún hafdi engan mátt í útlimum og thad var í raun ekkert haegt ad ná sambandi vid hana. Hún vard strax betri eftir súrefnisgjöf á sjúkrahúsinu en thad var klárt mál ad vid thyrftum ad drífa okkur med hana nidur á láglendi ef hún aetti ad geta jafnad sig. Vid nádum ad redda fari med rútu sem fór klukkan 5 morguninn eftir.  Ágaetis rúta sem faerdi okkur til Tupiza 8 tímum seinna. Thadan tókum vid svo VIDBJÓDSLEGA rútu til Villazón í 3 tíma, gistum thar og fórum svo yfir landamaerin til Argentínu daginn eftir.

Thad er mjög greinilegt ad ad Bólivía er mun fátaekara land en Perú og Argentína thví vid fundum strax muninn á vegum og ödru um leid og vid komum til Argentínu.

Nú erum vid ad hefja thridja daginn í Salta og hefur thessi dvöl hér einnkennst af thví ad slappa af eftir erfidan tíma í Bólivíu. Í kvöld förum vid svo med 16 tíma rútu til San Juan;)

Ást frá Argentínu!

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Suður - Ameríkureisan. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Bólivía….tékk;)

  1. Konný sagði:

    Alveg er ég að sjá ykkur ekki stíga fæti inn í neina rútu í nokkurn tíma eftir að þið komið heim.. hehe

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s