Adios Perú!

vááá hvað það er skrýtin tilfinning að fara um kroppinn núna!

Síðasta nóttin á Calle Porta er runnin upp:/  En mér finnst ég eiginlega bara vera nýkomin…. en samt búin að koma mér svo vel fyrir og finnst ég eiga heima hérna.  Eins spennt og ég er fyrir ferðalaginu okkar og að fara svo til Íslands eftir það, þá er líka svolítill söknuður að fara um mann.

Þessi tími er búinn að spanna allan skalann! Skemmtilegt, leiðinlegt, yndislegt, erfitt, öðruvísi, venjulegt og öðruvísi sem varð fljótt að venjulegu;). Það síðast nefnda er eiginlega uppáhaldið mitt… því það hefur breytt svo miklu! Svo miklu að mér finnst það næstum því vera allt. Ég er búin að upplifa og gera marga hluti sem ég hafði aldrei gert áður, vissi ekki að ég gæti gert, vissi ekki að mig langaði að gera, hélt að ég myndi aldrei fá að gera eða hef alltaf ætlað mér að gera en alltaf fundið ástæðu til þess að geyma það.

Þrátt fyrir að þessi dvöl hafi að sjálfsögðu ekki alltaf verið eintóm sæla mun ég líta til baka á hana með bros á vör og hláturtíst í hjartanu;)

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Perú. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Adios Perú!

  1. Sigrún sagði:

    Hehe já þetta hlýtur að vera ferlega skrítið:D Mikið búið að gerast hjá þér!!!!!!Hlakka samt til að fá þig heim en held ég skilji þig pínulítið:D

  2. Skil alveg að þetta sé skrítið ástin mín en við bara VERÐUM að fara að fá hana Eydísi heim til að knúsa og að ég tali nú ekki um hvað hann Gunnlaug hlakkar til að fá frænkuna í útlöndum heim 🙂
    Góða skemmtun og farðu varlega um frumskógana !!!! Elskum þig á kássu 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s