oooog svo verður fjórða landið…..Kólumbía;)

Þangað fljúgum við frá Brasilíu þann 23.nóv og  eyðum 2-3 þremur dögum í höfuðborginni, Bogotá.  Svo förum við að skoða kaffihéruðin, Zona Cafetera, en landið er auðvitað þekkt fyrir kaffiframleiðsluna sína.

 

 

 

2007-06-30_04

 

Svo leggjum við í langferð norður eftir Kólumbíu og eyðum mestum tíma við strönd karabíska hafsins. Fyrst förum við til borgar sem heitir Santa Marta  og þaðan er hægt að fara ýmsa minni staði.

p342950-Santa_Marta-Zuana_Hotel_Pool

Þaðan förum við svo í 6 daga göngu um Amazon frumskóginn til að finna „The Lost City“ sbr. Indiana Jones myndin;););) Borgin er upphaflega frá 11.öld og og var yfirgefin þegar Spánverjar réðust inn í Kólumbíu á sínum tíma. Hún fannt svo fyrir tilviljun fyrir um 35 árum og er bara aðgengileg fyrir fótgangandi, já og auðvitað fólk á þyrlum;) En þetta á eftir að vera verulega erfið en ævintýraleg ferð. Þetta er auðvitað í regnskógi og rakinn því nánast 100% og hátt í 40 stiga hiti. Sofið í hengirúmum og ég geri fastlega ráð fyrir því að verða étin lifandi af moskítóflugum, þar sem þessi kvikyndi ELSKA mig óháð því í hvaða landi ég er stödd:/

Ciudad_Perdida_Colombia

 

2524950-Ciudad-Perdida-2

 

Nú að sjálfsögðu munum við ekki láta það vera að kafa og snorkla í karabíska hafinu;) og tökum að sjálfsögðu megatan á þetta áður en við fljúgum til Lima, 13.desember.

Eyðum tveimur dögum í Lima til að kveðja alla og ná í allt dótið okkar áður en við fljúgum til Íslands með smá millilendingu í New York;)

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Suður - Ameríkureisan. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við oooog svo verður fjórða landið…..Kólumbía;)

  1. Ásta sagði:

    Spennandi plan 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s