Hildur og Guðný farnar….en við hittumst aftur í næstu viku;)

jamm Hildur og Guðný eru komnar og farnar. Stutt heimsóknin þeirra í Lima enda er svo margt annað merkilegt að skoða hér í Perú heldur en Lima;) Þær komu á þriðjudagskvöldið og voru svo komnar í rútu til Cusco rétt eftir hádegi á föstudeginum. Ekkert smá næs að hafa þær og við náðum nú að bralla heilmikið á þessum tíma þó stuttur hafi verið;)

Þessi tími einkenndist af miklum huggulegheitum og hlátursköstum. Það var svo langt síðan ég hafði séð Hildi mína að ég bókstaflega hló eins og smástelpa að öllu sem hún sagði, hvort sem það var fyndið eða ekki;)

Fórum auðvitað hin vanalega túristarúnt og ég var í fullri vinnu við að kynna fyrir þeim perúskan mat, sem er að mínu mati sá besti sem ég hef smakkað og Hildur var mjög sammála mér;) Það verður sko klárlega fjárfest í matreiðslubók svo hægt verði að breiða út boðskapinn alla leið til Íslands;)

Áður en ég flutti hingað hefði mér aldrei dottið í hug að við myndum fá það margar heimsóknir að við ættum eftir að luma á semi-mótuðum og hefðbundnum túristarúnt um Lima.  En svona er mann vinsæll krakkar;);) tíhí

Á miðvikudagskvöldinu bauð Christian okkur út að borða á rándýrum veitingastað sem er staðsettur við pýramídarústir frá því einhverntímann löngu fyrir 1000 e.kr.

hildur2 386

27.sept ´09 011

Með fyrstu af 4-5 Pisco Sour drykkjum kvöldsins (rótsterkur „þjóðarkokteill“ Perú).

Kvöldið endaði svo með allsvakalegu Pisco Sour fylleríi;)

Hryllilega skemmtilegt kvöld!!! …en það fór frekar lítið fyrir hressleikanum daginn eftir….

Eygló mín missti því miður af þessu frábæra kvöldi en ég vorkenni henni ekki neitt þar sem hún hefur verið upptekin alla síðustu viku við að sleikja sólina í Máncora í norður Perú!

En eins og áður sagði þá eru þær stöllur farnar til Cusco og er planið að að hitta þær í Puno 2.október til þess að byrja reisuna okkar saman í Bólivíu;););););)

 

En get ég nú alveg fullyrt það að stærsta fréttin í þessari bloggfærslu er sú að dísin skellti sér í eitt stykki klippingu…loksins!!!  1000kall íslenskar;)

og í fyrsta skiptið í laaaangan tíma er ég einungis með minn náttúrulega hárlit en ekki gervilit eða afganga af gervilit. Þær restar sem voru eftir af gervilit í hárinu mínu voru klipptar í burtu og ég hugsa að ég setji ekkert lit í það aftur fyrr en á Íslandi því það á hvort ´eð er eftir að upplitast svo í sólinni á næstu vikum;)

Er búin að vera að bíða eftir því að komast í klippingu fyrir ferðalagið því það er held ég meira en að segja það að vera með ágætlega sítt og brjálæðislega þykkt hár þegar kemur að mjög svo misgóðum sturtum Suður-Ameríkunnar;)

Við sjáum mynd!

27.sept ´09 029

 

Jæja ég ætla að fara að koma mér í rúmið;)

Hendi sennilega inn færslu á morgun eða hinn fyrir Kólumbíu-ferðaplanið.

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Perú. Bókamerkja beinan tengil.

3var við Hildur og Guðný farnar….en við hittumst aftur í næstu viku;)

  1. Konný sagði:

    flott hair dúið:)

  2. Ásta sagði:

    Sæta, sæta – glæsilegt hár 🙂

  3. Sveina Lyfjaval sagði:

    Flott klipping…og þinn natural háralitur er geggjaður…no need to colour it…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s