Þriðja landið verður…….Brasilía;)

 

brazil-map

Eftir að hafa skoðað Iguazú fossana Brasilíumegin, fikrum við okkur smám saman eftir suður Brasilíu þar sem við ætlum að eyða 5-6 dögum á strandarparadísum sem landið hefur uppá að bjóða (Florianopolis á kortinu hér fyrir ofan;).

Florianopolis

Þar er sko meira en nóg í boði og fyrir utan það að liggja á ströndinni og hafa það gott þá er planið að fara að snorkla , sem mér finnst sjúklega gaman!!

Nú svo ætlum við að læra að „sörfa“ eins og maður segir á góðri íslensku;) Þar er markmiðið að ná allavega að standa nokkrum sinnum upp á brettinu og vonandi að ná mynd af því!

 nettomoura_01

 

Eftir mega-tan-og-surfing session verður svo haldið til São Paulo, þar sem ætlunin er að eyða ca. 4 dögum og fara svo til höfuðborgarinnar, Rio de Janeiro,, sem kunnugir segja að sé víst alveg mögnuð borg í alla staði;)

brazil_Rio-de+-janeiro_travel_+2

rio-de-janeiro

Þann 23.nóvember skiptist kvartettinn svo upp í tvo dúetta þegar ég og Eygló fljúgum til Kólumbíu en Hildur og Guðný stefna á vikudvöl í Chile áður en þær halda til Nýja-Sjálands.

og by the way…..Hildur og Guðný eru að koma til mín Á EFTIR;););););)

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Suður - Ameríkureisan. Bókamerkja beinan tengil.

2 svar við Þriðja landið verður…….Brasilía;)

  1. Ásta sagði:

    Úúú sörfa, það er örugglega geggjað gaman. Fullt af sætum strákum þar, alla vegna í myndunum.

  2. Uly sagði:

    Elsku vinkona, ég samgleðst þér svo innilega!!!! Risa knússssss :*

Skildu eftir svar við Uly Hætta við svar