Annað landið verður…..Argentína;)

Það er sko eins gott að landið standi undir væntingum!!  Hér eru á ferð miklar væntingar hvað varðar argentískt kjöt – lifandi sem látið;)

argentínukort

Fyrsti áfangastaðurinn i Argentínu verður borgin La Quiaca, rétt við landamæri Bólivíu/Argentínu, sem er nú bara til þess að hvíla lúin bein en þar sem búið er að lofa mér svo góðu þá hækka væntingar verulega um leið og komið er á argentíska grundu;)

Daginn eftir verður haldið til borgar að nafni Salta, þar sem hitað verður upp í rauðvínsdrykkju sem mun einungis aukast því lengra sem við komum inní landið;) mér finnst sko argentísk rauðvín alveg svakalega góð;););) en að sjálfsögðu verðum við nú líka duglegar að skoða í kringum okkar og svona!  Argentína er víst alveg sértaklega fallegt land og aldrei að vita nema maður skelli sér í rafting og/eða einhver önnur útivistarævintýri;) svipað verður uppá teningnum í borg sem heitir San Juan…..

Salta

salta00-300

Argentine%20Wine

Síðan ætlum við að eyða nokkrum dögum í Mendoza og þar í kring verða vínræktarhéruðin sko vandlega þrædd. Veit í rauninni ekkert hvað er hægt að gera í sjálfri Mendoza en við komumst þá bara að því;)

mendoza00-300

argentina-mendoza-l

img

Svo er það hvorki meira né minna en vikudvöl í höfuðborginni, Buenos Aires;););) Þar hefur okkur nú þegar verið lofað trylltum partýum af innfæddum sem við höfum kynnst hér í Perú á síðastliðnu ári;) en við verðum að sjálfsögðu agalega menningarlegar inn á milli;)

argentina-buenos-aires-l1

la-boca-buenos-aires-argentina

 

oooog ætlar Eydís að læra argentískan tangó á þessum ferðum sínum???    hell yeah!!!

06-Argintina,-Tango

 

Eftir sjóðheitar og sveittar tangósveiflur tekur svo við um sólarhringsrútuferð til þess að skoða Iguazú fossana, sem einnig er hægt að skoða í Brasilíu og kannski skoðum við þá bara í báðum löndum, er ekki alveg viss hvernig það virkar. Þessir fossar eru tæplega 3 kílómetrar að lengd og hæsta vatnsfallið er úr 82 metra hæð, þó á flestum stöðum sé það 64m.

Sagt er að því nær sem maður er fossunum því hamingjusamari verði maður sökum neikvæðra jóna sem eru þarna á sveimi og byrji fólk jafnvel að flissa og skríkja af hamingju. Þessi kenning verður að sjálfsögðu testuð og mun ég senda ykkur hamingjumynd um hæl;)

Iguazu-Falls

 

iguazu-falls-brazil1

iguazu-falls-waterfall-1

 

 

Ég hugsa að ég geymi það að setja inn myndir af öllum myndarlegu argentísku karlmönnunum….set þær bara inn þegar ég er búin að hitta þá og kyssa þá;)

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Suður - Ameríkureisan. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Annað landið verður…..Argentína;)

  1. Sigrún sagði:

    Vá mig langar geðveikt að fara í ferðalag!!!!!!!!! Þetta verður svakalega gaman hjá ykkur

  2. Ásta sagði:

    Crazy… ég er bara spennt. Bíð eftir myndum úr ferðalaginu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s