Fyrsta landið verður…..Bólivía;)

Þar sem mér leiðist óskaplega þessi biðstaða þessa dagana hef ég ákveðið að deila með ykkur ferðaplani okkar systra, einu landi í einu í grófum dráttum;) erum eitthvað að reyna að vera skipulagðar þar sem þetta er svo stórt svæði sem við ætlum að tækla meira eða minna allt með rútum. vegalengdirnar hérna eru bara svo kreisí miklar, Bólivía er t.d. lang lang minnsta landið sem við förum til en það er samt stærra en Frakkland og Spánn samanlögð.

Við sjáum kort!

map_of_bolivia

Við systur skilum af okkur íbúðinni þann 1.október og hoppum þá beint uppí rútu til Arequipa í suður Perú, sem tekur u.þ.b. 15 klukkutíma. Ekkert mál, höfum gert það áður kæru félagar;)  Komum sem sagt þangað daginn eftir og tökum þá rútu til Puno, sem mig minnir að hafi tekið 6-7 klukkutíma síðast.  Þar væri tilvalið að hitta Hildi mína og Guðnýju sem kæmu þá þangað beint frá Cusco.  Að morgni 3.október verður svo loksins tekin rúta yfir til Bólivíu og er stefnan tekin beint á höfuðborgina, La Paz, sem er held ég hæsta höfuðborg í heimi en hún er í tæplega 3700 metra hæð yfir sjávarmáli:)

la-paz-bolivia-overlook

800px-Huayna_Potos%C3%AD_La_Paz_Bolivia

Eftir nokkra daga í höfuðborginni förum við til Uyuni og svo þaðan að skoða salteyðimerkurnar, Salar de Uyuni, í suðvesturhluta Bólivíu.

429417019_7180fd97c8

salar-de-uyuni

SALAR DE UYUNI

 

Við eyðum miklu minni tíma í Bólivíu miðað við hin löndin og er stefnan að vera komnar yfir landmærin til Argentínu 10. október;)

Meiri upplýsingar um Bólivíu má finna  hér og hér og hér og hér

Ást og friður,  Dísa Diggs;)

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Suður - Ameríkureisan. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Fyrsta landið verður…..Bólivía;)

  1. Konný sagði:

    vá flott;)
    takk æðislega fyrir að hringja í gær;)
    Leiðinlegt að ég hafi ekki verið meira í því fyrir þig hehehe

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s