kræst hvað mér leiðist;)

við systur erum komnar í frí því planið var að fara í aðgerð, Eygló myndi svo hjúkra mér í ca. 2 daga og fara svo í bikiní-mini-break með kæróinum sínum.

….eeeen ekkert bólar á aðgerð neitt……læknirinn er annaðhvort enn í fríi eða upptekinn eða bara ekkert að stressa sig yfir þessu, sem er nú alveg voðalega perúskt  eitthvað ….tímasetningar eru ekki beint sterkasta hlið heimamanna:/

…..með þessu áframhaldi verð ég að sleppa þessu rugli ….ohh ég bara nenni ekki að bíða!!!! ég er að verða geðveik!!

….má ekki einu sinni drepa tímann á barnum:(:( haha

Latin-American Idol er alltaf í sjónvarpinu núna, okkur systrum til mikillar skemmtunar;) díses ef þið hélduð að það væri mikið drama í bandaríska idolinu…..think again!! 

þar sem fólk hérna sunnan miðbaugs er yfir höfuð tíu sinnum meiri dramadrottningar en ég myndi telja temmilegt, þá getiði rétt ímyndað ykkar dramatíkina í svona þáttum!

og svo syngur þetta fólk á svo sérstakan hátt…svo agalega mikil dramatík og ástríða að maður bíður eftir að æðarnar í hausnum á þeim springi…

Hildur mín kemur næsta þriðjudag;););) ohhh vá hvað ég hlakka til að fá hana til mín!

Guðný kemur náttla líka með henni og þær verða hjá mér í nokkra daga áður en þær fara til Cusco og Machu Picchu. Svo er planið að við systur hoppum uppí rútu þann 1.okt og hittum þær gellur í La Paz í Bólivíu u.þ.b. sólarhringi síðar;) Hefst þá ævintýrið fyrir alvöru!

æ segið mér eitthvað slúður krakkar!!!

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir 1. Bókamerkja beinan tengil.

4var við kræst hvað mér leiðist;)

 1. Konný sagði:

  Æi getur þú ekki bara ýtt við tengdó og minnt hana á þig.. hahhaha

  En annars veit ég ekkert slúður..
  Jóhann er alveg hin hressasti núna í morgunsárið eða þannig.. díí sko..
  Ekki gaman að vakna upp og næstum þurfa að garga afþví það er ekki hlustað á mig..
  úff..
  En jæja.. þarf að koma þeim í skólann

  love u og vonandi fara þeir að setja þig í aðgerðina

 2. Heiður sagði:

  Ó nei ó nei!!! Vonandi fer læknirinn að láta í sér heyra (er voðalega dónalegt fyrir þig að minna á þig??)!! Þú verður nú að fara í þessa aðgerð svo þú getir notið ferðalagsins. Er það ekki?

  Slúður klúður…

  • Eydís Huld öll í skuld sagði:

   jú heiður það væri nú betra að fá aðgerð áður en haldið er af stað. annars eru dagarnir nú mjög misjafnir og ég held ég sé komin með mjög brenglað mat á það hvað telst mikil ógleði….allavega hefur „ógleði að uppköstum þröskuldurinn“ hækkað verulega;)
   svo er reyndar ekkert víst að þetta lagist eftir aðgerð….æi

 3. Ásta sagði:

  Fjúff – óendanlega glatað að geta ekki eytt tímanum í að tæma flöskur…
  Sérstaklega fyrst það er svona aðalhobbíið 😉
  Vona að þetta gangi í gegn sem fyrst svo þú getir fengið Hildi skvís til að knúsa þig eftir aðgerðina.

  Annars er bara öfund, öfund í gangi og ég vildi óska þess að ég gæti líka hitt ykkur í ferðalaginu. Þið hafið ekki viljað fara í bakpokaferðalag um Danmörku – þá hefði ég nefnilega kíkt við 🙂
  En ég knúsa ykkur bara seinna og skála þá almennilega við ykkur.

  Risaknús frá AceT

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s