Gott er að eiga góða að;)

Æ þetta gallsteinavesen mitt er búið að vera þvílíka ævintýrið!

Þar sem sjúkrahúsvistin eftir gallsteinakastið var sjúklega dýr, var ég ekkert voðalega mikið að stefna að því að fara í aðgerð hérna úti og ætlaði mér bara að bíða þangað til ég kæmi aftur til Íslands.

eeeeen það voru nú bara draumórar í minni þar sem síðustu vikur hafa einkennst af flökurleika og verkjum, ekki eins miklir verkir eins og í kasti en engu að síður vondir „stingverkir“.  Hef engan áhuga að vera í svoleiðis ástandi á 10 vikna bakpokaferðalagi!!

En aðgerðin kostar u.þ.b. 3000 dollara á sjúkrahúsinu sem ég fór á eftir kastið, sem eru peningar sem ég á ekki til!!

Einn daginn var ég eitthvað að nöldra yfir þessu við vin minn og hann sagði að mamma sín gæti kannski hjálpað mér. Fannst það ekkert voða líklegt og var því ekkert að  binda miklar vonir við þessa hjálp……en viti menn…..daddara haldiði að þau séu ekki bara algjörlega að redda málunum!!!

Málið er að mamma þessa vinar míns er yfirgeðlæknir á riiiisastóru sjúkrahúsi perúska hersins og vinur hennar ætlar að gera aðgerðina á einkastofunni sinni hér í Miraflores (hverfið mitt). Þessi maður þekkir mig ekki neitt en hann ætlar að gefa vinnuna sína og afnot af tækjum o.s.frv. Ég þarf að borga fyrir svæfingalækninn, aðstoðarmann og lyf, sem er áætlað að kosti um 600 dollara;);)

Síðasti mánudagur fór mestallur í allskonar test til þess að tékka hvort ég sé í standi til þess að fara í aðgerð.  Hjartalínurit, röntgen af lungum, lungnatest og blóðprufur. Þessi test voru öll gerð á hersjúkrahúsinu og þar þurfti ég ekki að borga neitt því mamma vinar míns talaði bara við þennan í þessari deild og þennan í hinni o.s.frv. 😉  En þess ber þó að geta að á meðan ég er stödd innan veggja þessa sjúkrahúss þá er ég „tengdadóttir“ yfirgeðlæknisins;);) 

Sumt fólk er einfaldlega yndislegt!!

Fer svo í aðgerðina i næstu viku þegar læknirinn kemur úr fríi, veit ekki nákvæmlega hvaða dag;)

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Perú. Bókamerkja beinan tengil.

4var við Gott er að eiga góða að;)

 1. Dísa sagði:

  hahahah tengdadóttir yfirgeðlæknisins…ekki er það nú verra Eydís 🙂 Kipptu gaurnum bara með þér heim og málið dautt…

  knús til Perú :*

 2. Konný sagði:

  æði:) fólk getur verið yndislegt;) knúsaðu þau fyrir okkur að hugsa svona vel um þig;)

 3. Guðrún S sagði:

  Vá rosalega eru þau almennileg. Frábært að þetta hafi reddast svona fyrir þig. Ekki gaman að vera að fara í aðgerð í útlöndum og enn verra að eyða 3000 dollurum í það!

 4. Konný sagði:

  Smá knús til þín fallegust;)
  Bara 93 dagar þar til þú kemur heim;)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s