Heilum 30 kílóum seinna….

….er ég reyndar ekki enn búin að fá mér tattúið sem ég lofaði sjálfri mér því ég er að spara fyrir gallsteinaaðgerð skiljiði;). Það kemur sennilega í ljós í þessari viku hvort það sé raunhæfur möguleiki að fá hana fjarlægða hér í Lima áður en ég legg af stað í bakpokaferðalag *krossleggja fingur*

…. missti ég næstum því niður um mig buxurnar í miðri búð því þær voru orðnar aaalltof stórar. Frekar skondið atvik ef maður spilar það aftur í huganum tíhí;) ….þessum sömu buxum gat ég ekki hneppt fyrir ári síðan;)

….finnst mér gaman að máta og versla mér ný föt….en ekki kvöl og pína…

….hef ég þurft að endurnýja u.þ.b. 90% af innihaldi fataskápsins míns…til eru mörg leiðinlegri verkefni en það get ég sagt ykkur;)

….fékk ég aðstoð í búð við að leita mér að buxum og ungur afgreiðslustrákur kom með gallabuxur nr. 32??!. á leið inn í mátunarklefa var ég sannfærð um að kauði gæti nú bara komið sem date í fermingarveisluna mína með gellunni úr undirfatadeildinni með B-skálina sína……..huhumm buxurnar voru ljótar en uhh pössuðu!! fór næstum því í sleik við afgreiðslustrákinn af ánægju en hætti við því svoleiðis gera góð fermingarbörn ekki;)

….kemst ég reyndar líka í buxur nr. 30 ef ég kýs að setjast ekki niður og neyta hvorki matar né drykkja á meðan á ferlinu stendur…. einnig verður almenn öndun að vera í lágmarki…

….get ég krosslagt fæturnar án teljandi vandræða….

….finnst mér ég loksins vera með….

….kem ég fyrir krepptum hnefa ásamt einu brjósti í hvora skál í stærstu túttutemjurunum mínum….

….nú einnig komast þeir hæglega og vel yfir höfuðið á mér (sennilega gerðu þeir það líka fyrir 30 kílóum síðan þó það hafi ekki verið prófað), mér og speglinum mínum til mikillar skemmtunar! enn hef ég ekki fengið hana systur mína til þess að prófa hina skálina með mér….hún hefur reynst eitthvað treg til þess´arna…held það sé af því hún er örvhent…

…. get ég dregið fæturna upp að höku þegar ég sit í sófanum að horfa á sjónvarpið….

….er ég farin að hlakka til að gera suma hluti sem mér kveið áður fyrir að gera…. eða bara sleppti þeim alveg….

…. hefur sjálfstraustið gagnvart öðru fólki tvöfaldast…ef ekki fjórfaldast svei mér þá;)

….líður mér betur en nokkru sinni fyrr…..ja eða fyrir utan það að vera alltaf ælandi einhverju djös.. gulu galli;)

 

Knús í hús,  eins og Heiður mín segir;)

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir 1. Bókamerkja beinan tengil.

12var við Heilum 30 kílóum seinna….

 1. Dísa sagði:

  æi þú ert svo mikið yndi :*

  Strákarnir snúa sér í marga hringi þegar þú kemur heim sæta :*

 2. Sigurbjörg sagði:

  Gott að heyra hvað þér líður vel !!!
  En by the by, ég hefði bara kysst buxnadrenginn, hann hefði getað sagt sögur af kreisí kjellunni langt fram eftir aldri 😉

 3. Sigrún sagði:

  Þetta er bara geggjað, til lukku með þetta allt skvísa:D

 4. Guðrún og Elín sagði:

  Hæ, sæta.
  Mikið djö.. er gaman að lesa bloggið þitt og vita að þú hafir það gott þrátt fyrir veikindi. En við erum báðar rétthenntar þannig að það eralveg sjálfsagt að prófa tvíburahúfuna með þér eða bara að við prófum hana og þá getur þú virt hana fyrir þér, á okkur.

 5. Ásta sagði:

  TIL HAMINGJU!!!!!!!!!!!!!!!!

  Vá hvað þú ert dugleg 🙂 Ég verð einmitt líka mjög hamingjusöm þegar ég kemst í buxur númer 30, það verður nú ekki galið ef við getum farið að skiptast á fötum þegar við komum heim. Þá nefnilega stækkar fataskápurinn talsvert 🙂 Ég á nú samt ekki séns í skóna þína, verð að skera af mér hælinn eins og vondu skvísurnar í Öskubuskuævintýrinu.

  Annars verð ég nú bara að nota tækifærið og senda þér fleiri orkustrauma fyrir aðgerðina. Finnst voðalega óþægilegt að vita af þér þarna í langt í burtu landi á leiðinni á sjúkrahús. Gott að það er stutt í Hildi og hennar knús.

  Verð að viðurkenna að þetta er í fyrsta skipti sem ég rata inn á „nýja“ bloggið þitt og i tilefni af tossaskapnum ertu komin með pláss í stikunni á vafranum og ég verð héðan í frá með á nótunum.

  Risaknús og djúsíkossar 🙂

 6. Heiður sagði:

  Eydís, 30 kg!!! Það er sko ekkert grín!!! Og Eydís, gallabuxur númer 30!!! Það er sko heldur ekkert grín. Ég get tæplega setið í mínum númer 30. Legg til að þið Ásta drullið ykkur heim til Íslands og þá eignumst við allar þrefaldan fataskáp:)

  Og VÁÁÁÁ, hvað þú átt mörg faðmlög inni hjá mér. Ætli það fari ekki einhver að finna upp hvernig hægt er að knúsa í gegnum Skype eða MSN? Sko, svona alvöru.

 7. Heiður sagði:

  Æi Eydís. Fór að kíkja á myndir af þér á facebook eftir síðasta komment og verð að viðurkenna að ég fékk tár í auga (*sniff*).

 8. Katla sagði:

  Þetta er alveg frábær árangur hjá þér. Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim.

 9. helgamaria sagði:

  Þu ert meistari, 30 kg takk fyrir kærlega. Kemur þu ekki með svona „fyrir og eftir“ mynd???

  Hafðu það gott kv frá Noregi

 10. GLind sagði:

  Eydís, þetta var sko mjöööööög langt í frá að vera leiðinleg lesning, 30 kíló, vá vá vá vá VÁ!!!! Æðislegt!!! Finnst eiginlega leiðinlegast að þú skulir þá þessum árangri í útlandinu því þá get ég ekki gefið þér súper fast til-hamingju-kremj! En það verður þá bara að bíða og safna vöxtum þangað til þú kemur heim
  Oh, hvað ég er súper glöð fyrir þína hönd! Til hamingju mín kæra kæra vinkona :*

 11. Eydís Huld öll í skuld sagði:

  Takk elskurnar mínar;)

 12. Þóra Sif sagði:

  Vááááá!!!! Lítur ekkert smá vel út elsku Eydís Huld! Til hamingju! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s