Tall and hungry;)

djöfull hlakka ég til að fá kaffitíma í vinnunni!!  þ.e.a.s. ef ég fæ vinnu þegar ég kem aftur til Íslands…….

ég borða morgunmatinn minn ca. 7:20 og svo kemur næsta máltíð ekki fyrr en um 13:30 því við komumst ekki fyrir í matsalnum fyrr en þá. á þeim tíma er ég alltaf orðin svo mega svöng að ég þarf bókstaflega að minna mig á að tyggja matinn minn áður en ég sendi hann ofan í maga!

án djóks! ég þarf actually að segja „Eydís tyggja matinn sinn!“ 😉 getur ekki verið hollt…..

stelpurnar í vinnunni vilja endilega fá okkur í blakliðið þeirra fyrir eitthvað mót milli lyfjafyrirtækja hér í Lima. það skiptir víst ekki máli hvort ég kunni eitthvað því ég er nefnilega svo hávaxin;) 166 cm beibí;) múahaha

lungun eru núna loksins hætt að kvarta þegar ég fer út að hlaupa (7-9-13). engan smá tíma sem það tekur fyrir þessi grey að jafna sig!! 

en ég er að vísu soldið að finna fyrir veika hnénu mínu núna. held reyndar að þetta séu bara einhversskonar öfgakenndir strengir því ég er að ná rétta fullkomnlega úr löppinni/hnénu í fyrsta skiptið núna í 4 ár!!! það hlýtur nú eitthvað að hafa  stirðnað á þessum árum;)

Vona að þetta lagist fljótlega því ég elska að fara út að hlaupa og svitna svolítið. mér finnst ég pínu vera að svindla og ekki að fá eins mikið útúr sturtunni ef ég er ekki hlaupasveitt/þreytt þegar ég fer inní hana;)

Skál fyrir að geta loksins rétt úr hnénu sínu!!

 

Hér að lokum er svo mynd fyrir þá sem nenna bara að skoða myndir en ekki lesa texta;)

jude

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Íþróttaálfur wannabe, Perú. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Tall and hungry;)

  1. Guðrún S sagði:

    Ég gæti ekki hugsað svona án matar! Þvílíkt þrælahald! Dugleg að hlaupa. hlakka til að sjá þig í desember 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s