Punktablogg….

…mér til mikillar gleði er ég búin að finna djammarann í mér aftur eftir stutt hlé. Þurfti bara smá aðlögun eftir að systur minni og djammfélaga var stolið af mér;)

…ég er búin að klára 12 hluti af 20 mögulegum af „Things to do in Perú“ listanum en Eygló er búin með 11 hluti. Ég ætla að vinna þessa keppni eins flestar aðrar keppnir sem ég skrái mig í þessa dagana;)

…skil ekki hvaðan þetta óvænta keppnisskap kemur but I like it;)

…síðasta laugardagskvöld leit ég í spegil áður en ég fór út og fannst ég sæt. það er svo gott að finnast maður sjálfur sætur!  það er eiginlega bara best í heimi;);)

…á rúmlega ári er ég búin að kveðja 26 kíló sem ég ætla aldrei aldrei aldrei að hitta aftur!

…eftir 4 kíló verða þessi týndu kíló því orðin 30 og þá fæ ég verðlaun!  Nýtt tattoo;)

…það verður að vísu sennilega svolítil bið í þetta tattoo því ég er að standa rosalega í stað núna. En það verður komið áður en ég kem aftur til Íslands!!!

…í dag fór ég að leita mér að brjóstahaldara því 26 týnd kíló fara að sjálfsögðu líka af þeim hluta líkamans. Þeir sem þekkja mig, já eða hafa bara einhverntímann séð mig, gera sér fyllilega grein fyrir því að það þarf nú að vera vel æfður í stafrófinu til þess að afgreiða mig um rétta skálastærð fyrir herlegheitin. Ég sá ekkert stærra en C-skál eins og vanalega í öllum búðum hérna og bað því afgreiðslustúlku um að aðstoða mig.  Blessuð stúlkan rétti mér B-skál af þeim sem mig langaði að máta!!  B-skál!!!  uhh viltu ekki bara boðskort í ferminguna mína líka?? ….og þú bara vinnur við þetta vina???

…túristavísað okkar er að renna út í næstu viku og við erum ekki enn vissar hvort við verðum búnar að fá atvinnuleyfið okkar fyrir þann tíma!

…letinginn og nautnaseggurinn í mér vonar eiginlega að við þurfum bara að fara til Ekvador eða eitthvað til þess að endurnýja túristavísað okkar;)

…en skynsemingurinn í mér, sem finnst voðalega gott að geta keypt sér að borða og svoleiðis, er ekki alveg á sama máli og letinginn:/

…bakpokaferðalagið um Suður-Ameríku byrjar eftir 74 daga;);););)

 

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir 1. Bókamerkja beinan tengil.

9var við Punktablogg….

 1. GLind sagði:

  Lýst vel á þig og keppnisskapið þitt, 26 kíló, ertu ekki að djóka??? Djöfulsins dugnaður og herlegheit eru þetta! Iss, 4 kílóin fara þegar þú ferð að skokka reglulega aftur, hefur það ekki annars gengið vel? Hvernig tatto ætlaru að fá þér, búin að ákveða? Ég ætla nú að vona að þú hafir tipsað undirfatadömunni vel fyrir vel unnin störf í vinnunni, NOT! Vonandi reddast þetta visa-mál hjá ykkur svo allir aðilar í þér geti verið sáttir 😉
  Flott ferðasagan hérna að neðan, þetta hefur verið hörku ferðalag! Djöfull væri ég mikið til í að fara í þetta Inkaþorp! Mögnuð saga!

  • Eydís Huld öll í skuld sagði:

   Jú Guðrún skokkið hefur gengið rosalega vel svona þegar lungun/heilsan eru í góðu lagi hehe;) mér finnst það æðislegt;););)
   hey og ég ætla að frá mér 3 stjörnur á ristina, en er samt ennþá að leita að hinni „fullkomnu mynd“ 😉

 2. Dísa sagði:

  þú ert klárlega langflottasta frænkan Eydís…það er hryllilega gaman að lesa bloggið þitt og fá að fylgjast með 😉

 3. Dísa sagði:

  Þú ert klárlega flottasta frænkan Eydís 😉

 4. Guðrún S sagði:

  Glæsilegur árangur! Hlakka til að sjá þig um jólin, vonandi þekki ég þig aftur hehehe

 5. valdísdögg sagði:

  Þú ert snillingur Eydís!

  Er sennst brottför hjá ykkur 1.október?

 6. Konný sagði:

  VÁ!!!!!!! ég er svo stollt af þér..
  Vildi að ég myndi drattast af rassinum mínum og byrja að gera e-ð. Er komin með svo mikið ógeð af útlitinu mínu.. bjakkkkkk

  Elska þig sætust

 7. Sigrún sagði:

  Þú er geðveikt dugleg skvísa, góð fyrirmynd fyrir okkur hinar:D Knús og knús. Sigrún

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s