Ferðasaga takk fyrir!!

játs nú hefst færsla sem mig grunar nú að verði verulega löng og þyrfti því ef til vill að lesa í nokkrum pörtum;)

Eftir nokkra frábæra daga í Lima, héldum við í 15 klukkutíma rútuferð til Arequipa, sem er næst stærsta borgin í Perú.  Borgin er í 2350 metra hæð og ég fór strax að finna fyrir hæðinni þegar við vorum búin að vera þarna í 2-3 tíma;) Hæðin virtist ekki hafa svona mikil áhrif á hina krakkana en ég var hinsvegar alltaf með brjálaðan þrýstingshausverk og svima. Ég meira að segja datt þegar ég var að labba eftir gangstétt, bara allt í einu uppúr þurru;) djö var það fyndið hehe. Eftir það skiptust krakkarnir á að halda við mig þegar ég var að labba eins og ég væri gömul kona;) En Hanna var með lyf sem hægt var að taka til þess að halda einkennunum niðri og þau virkuðu ágætlega. En þau versta við það var að lyfið gerðu það að verkum að bjór var ógeðslega vondur…. ekki gott! og því hætti ég nú að taka lyfið þegar leið á ferðina, alveg glatað að vera í holiday og geta ekki drukkið bjór;) en hæðin vandist sem betur fer;) Var líka dugleg við að tyggja kóka-lauf og kóka-nammi, sem á víst að vera agalega gott. Engar áhyggjur, það þarf víst að tyggja mörg kíló til þess að fá einhver áhrif í líkingu við kókaín;)

Í Arequipa vorum við nú bara aðalega að nördast og hafa að gott. Fórum að skoða safn um ísmúmíuna Juanitu, sem fannst fyrir um 15 árum lengst uppi á fjalli. Talið er að henni hafi verið fórnað af Inkunum fyrir rúmlega 500 árum síðan, en svona fórnir voru algengar í kjölfar náttúruhamfara því þeir trúðu því að fjöllin væru lifandi og því þyrfti að færa þeim fórnir til þess að milda reiði þeirra.  Múmían hefur varðveist ótrúlega vel því þarna efst uppí fjöllum er mikið frost.  Alveg mögnuð saga!

Þarna hittum við Söru, vinkonu Eyglóar og Hönnu frá Danmörku, og höfðum það huggulegt;)

22.júní 007

Þarna er ég á veitingastað sem heitir „On the top“. Ótrúlega falleg fjöllin allt í kring.

Snemma næsta morgun héldum við af stað með rútu áleiðis til Colca-canyon, sem er dýpsta gljúfur í heimi og er meira en tvisvar sinnum dýpra en Grand-canyon í Bandaríkjunum. 

Á leiðinni sáum við 3 af þeim 4 kameldýrategundum sem lifa í Perú. Þau eru ótrúlega krúttleg, sérstaklega Alpaca-tegundin, og ullin af þeim er mjög mjúk og fín. Keypti mér peysu úr alpaca-ull;) Smakkaði reyndar líka alpaca-kjöt, það var ágætt en ekkert voðalega krúttlegt:/

22.júní 024

 

Í þessari ferð fórum við hæst uppí 4910 metra takk fyrir!!

Seinnipart þessa dags vorum við svo komin í lítinn 300 manna bæ í miðjum „Colca þjóðgarðinum“ og lögðum strax af stað í náttúrulega heita potta ásamt vinkonu okkar, gamalli dúllukonu sem rak hostelið sem við gistum á.  Ekkert smá næs pottar en shit hvað ég hélt ég myndi deyja á leiðinni yfir eldgamla hengibrú sem var ekki beint sá sterkasta í bransanum;)

Stefanía 023

 

Þarna um nóttina fundum við langmest fyrir hitastigs öfgunum sem eiga sér stað uppí fjöllunum. Þegar sólin skín á daginn er þvílíkur hiti og bongóblíða en um leið og hún fer er svo fáránlega kalt!!! Áttum í erfiðleikum með að sofa þarna og vorum öll í 3 lögum af fötum og undir tvöföldu ullarteppi. Ótrúlegar öfgar!

Simmi 2 170

Hér erum við félagar með vinkonu okkar sem rak hostelið.

Nú þá héldum við áfram til Colca-canyon, sem var u.þ.b. 1&1/2 tíma akstur frá hostelinu okkar.  Ekkert smá fallegt þarna og þegar við komum þangað var ekki laust við að maður finni til smæðar við þetta dýpsta gljúfur heims.  Maður er eitthvað svo ótrúlega lítill og vanmáttugur gagnvart svona náttúru!!

Þarna búa risastórir hræagammar og einhver sagði mér að vænghafið hjá þeim getur orðið allt að 4 metrar. Trúi því svo sem alveg því þetta eru risastór kvikindi!

Simmi 2 179

 

Nú svo hittum við einhverskonar fálka á förnum vegi og urðum við að sjálfsögðu strax góðir vinir;)

22.júní 065

Eftir þetta ævintýri var haldið af stað til Puno, sem var u.þ.b. 6 klst. ferð í einka-minivan;) ekkert nema v.i.p. fyrir Íslendinganna;) Náttúran á þeirri leið var alveg sláandi lík íslenskri náttúru og höfðum við oft orð á því þar eins og oftar í ferðinni.

Við borgina Puno er vatn sem heitir Lago Titicaca og hinum megin við vatnið er Bólivía.  Perú á því u.þ.b. 60% af vatninu og  Bólivía restina held ég. Vatnið er þekkt fyrir að á því eru um 35-40 „fljótandi eyjar“. Eyjarnar eru gerðar úr stráum sem vaxa uppúr vatninu og allt á eyjunum er gert úr þessum sömu stráum; húsin, húsgögn, bátar og fleira. Svo nota þau bara stórar sólarrafhlöður til að rafmagna þetta allt saman og m.a. horfa á sjónvarpið og svoleiðis kósíheit.

Simmi 2 265

Hérna er ég á einni af fljótandi eyjunum, sem heitir Uros.

Ætlunin var að taka svo rútu frá Puno til Cusco en vegna mótmæla og óeirða á leiðinni þá neyddumst við til þess að fjáfesta í tveimur rándýrum flugum, flugum til Lima og gistum þar eina nótt og flugum svo þaðan til Cusco. Er samt fegin að við flugum því þessar óeirðir eru alltaf aðverða harðari og harðari. Indjánar úr frumskóginum eru að mótmæla samningum sem perúska ríkið gerði við olíuframleiðendur og þeir hafa verið að fella tré yfir vegi til þess að hindra bílaumferð. En þegar þeir byrjuðu að grýta fólk með steinum og kveikja í rútum, þá leist okkur nú ekkert voðalega vel á að fara með rútu.

Cusco var brilliant. Mikið tan og mikið djamm;). Komum þarna þegar Inti Raymi hátíðarhöldin voru, sem er einhverskonar hátíð sólarinnar.  Skrautlegar og alltof langar skrúðgöngurog læti. 

1.júlí 020

Hafiði reynt að eiga samræður við Frakka sem talar ensku með alveg svakalega frönskum hreim?? eins og það sé ekki nógu erfitt, bætið þá mega hárri diskótónlist við;) Var eitthvað að tala við franskan vin hans Johns og svo allt í einu segir hann við mig að ég sé eins og demantur!! ég varð nú soldið hissa því samræðurnar höfðu nú ekkert verið á þessum nótum. Svo ég segi bara: really??

en svo segir hann aftur: „you are lika diamond“(verðið að segja þetta með mega frönskum hreimi).  

ég: what? oh thanks;)

en svo þegar maðurinn segir þetta í þriðja sinn, þá loksins skil ég hann:/

„do you have the time????“

ohhh hehe no….uhh adios;)    

Hápunktur ferðarinnar var án nokurs efa þegar við fórum til Machu Picchu. Þetta er eitthvað sem er eiginlega ekki að lýsa til þess að fólk skilji nægilega hvernig upplifun þetta er. Þetta er MAGNAÐ! Þvílík fegurð! Þvílík snilld!!

Við lögðum af stað klukkan rúmlega 4 um morguninn því staðurinn opnar klukkan 6 á morgnanna og við áttum að hitta leiðsögumanninn okkar klukkan 7.  Leiðin var nú frekar brött og ég hélt nú um tíma að ég myndi varla meika það upp en ég komst;););) og það var nú vel þess virði því við náðum að sjá sólarupprásina í fallegasta landslagi sem ég hef nokkurn tímann séð!!

Inkarnir hafa verið ótrúlega gáfað og duglegt fólk! Machu Picchu var byggt í kringum 1450 og þeir notuðu bara steina sem fundust á svæðinu. Þeir voru með skóla, vatnsáveitukerfi um allt svæðið frá snævi þöktum fjöllunum um kring. Rennslið var 300 lítrar á mínútu. Þeir yfirgáfu svæðið innan við 100 árum eftir að þeir byrjuðu að byggja það því þeir vissu að Spánverjar voru að nálgast svæðið og að þeir höfðu hertekið heilu þorpin og drepið alla íbúa þeirra.  En Spánverjar fundu þetta aldrei því þetta er í skjóli hárra fjallagarða sem þeir komust aldrei yfir. Þessi týnda borg fannst svo í kringum 1900.

Hanna 3 082

Þetta var í alla staði magnað ferðalag!! Með mögnuðu fólki!!

Þau fóru seint í gærkvöldi og ég er strax farin að sakna þeirra!

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Perú. Bókamerkja beinan tengil.

7var við Ferðasaga takk fyrir!!

 1. Birna sagði:

  ómæ ómæ.. þvílík nostalgía að lesa þessa færslu! Yndislegar myndir! .. sérstaklega GEÐVEIKT flott MachuPicchu mynd. Ég fór ekki þarna upp í the Sungate þar sem myndin þín er tekin þar sem mig langaði svo að príla á WaynaPicchu (tindurinn þarna á miðri myndinni). Núna eftir á að hyggja hefði ég líka viljað príla upp á the Sungate, bara til þess að eiga svona mynd.. og jeez hvað þið hafið fengið gott veður! 😀

  Knús á ykkur stöllur

 2. Konný sagði:

  Vá… þetta hefur verið frábært ævintýri;)
  æðislega skemmtilegt bogg;)

 3. Sigurbjörg sagði:

  Sjæse hvað ég hefði verið til í að vera með ykkur. Ógó flottar myndir
  saknknús

 4. Hanna Guðrún sagði:

  ooohh sakna ykkar líka!! Svo gaman að lesa yfir þetta…klárlega besta ferðalag sem ég hef nokkurn tíma farið í:D

 5. Sigrún sagði:

  Gaman að fá að taka smá þátt í ferðalaginu með ykkur, maður gerir það eiginlega þegar maður les þetta;) knús á þig sæta;)

 6. Auður Eva sagði:

  OMG! Ég er græn af öfund! Rosalega vildi ég hafa verið með í þessari ferð 🙂

 7. Guðrún S sagði:

  Vá þetta virkar eins og ferðalag ársins eða aldarinnar eða e-ð! Vá hvað hefur verið gaman hjá ykkur! Mann langar ekkert smá til Perú við að sjá þetta og lesa söguna. og rosalega ertu orðin mega mjó! Þið eruð sætastar 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s