Tvær sprautur í rassinn….

….alveg eins og litlu börnin;)

Mar er sko bara orðin góðkunningi gámasjúkrahússins í Chorrillos skal ég segja ykkur;)

Er búin að vera með mjög nasty hósta í ca. 3 vikur en ákvað að það væri nú bara vegna þess að ég er ekki vön svona rosalega miklum raka eins og er núna. En svo var mér bara orðið svo illt í bringunni og bakinu að ég ákvað nún að drífa mig til læknis. Fór nú bara ein í þetta skiptið en ekki með Claritu sem fór alltaf með mér þegar ég var með nýrnasýkinguna. Enda farin að þekkja frekar vel til þarna;/

Ekki leist doksa nú vel á hljóðið í lungunum á mér svo hann setti mig á túrbó sýkla- og bólgueyðandi lyf.

Við erum að tala um 2 sprautur í RASSINN, önnur með sterum til að minnka bólguna og hin með mega skammti af pensilíni sem heitir því skemmtilega nafni „Megacillín“ ;). Þessi sprautudeli innhélt milljón IU af clemizol, sem er notað við lungnabólgum af völdum sýkinga. Þetta er án efa stærsti sýklalyfjaskammtur sem ég hef nokkurn tímann fengið!

Nú svo á ég að taka bólgueyðandi lyf þrisvar á dag og annað sýklalyf, azitromicin, í  6 daga. Var nú soldið hissa að ég skyldi eiga að taka það svona lengi því venjulega er þetta lyf bara tekið í 2 eða 3 daga. Ég spurði hann að því en skyldi ekki svarið:/ eina sem ég skyldi var að það væri að því að það svo mikið…..blabla bla bla:) Sem sagt „mikið af einhverju“ hehe;) Þarna hefði nú verið gott að hafa hana Clöru mína með mér!

Er nú orðin verulega þreytt á því að vera aldrei alveg 100%, það er alltaf eitthvað. En kannski er þetta bara ég að prófa sem flest sem er í boði í Perú, þ.á.m. sýkingar og veikindi;) 

Annars líður mér nú bara ágætlega núna og er að kúra uppí sófa að horfa á America´s got talent;);););)

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Perú. Bókamerkja beinan tengil.

3var við Tvær sprautur í rassinn….

  1. Sigurbjörg sagði:

    Æ músin mín, farðu vel með þig. Knús á þig

  2. Æjjj ekki gott að vera svona kroppurinn okkar… örugglega orðin nokkur ár síðan þú fékkst síðast sprautu í rassinn 🙂
    Kossar og knús 🙂

  3. Konný sagði:

    knús sæta:*

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s