pakki pakki pakki;);)

vá hvað ég var búin að bíða spennt eftir pakkanum sem kom loksins til mín í gær;)

ohh þetta var líka svo notalegur pakki! nammið að sjálfsögðu á sínum stað;) Harðfiskur, pulsur, kókómjólk, listaverk frá litlu frændsystkinunum og fleira;)

fékk pakkann sendan í vinnuna og það stöðvaðist bókstaflega öll vinna á rannsóknarstofunni á meðan ég var að opna pakkann því þau voru svo spennt að sjá hvað ég væri að fá sent, þessi krútt;) þau voru agalega hrifin af kúlusúkkinu sem ég bauð þeim að smakka, en höfðu ekki hugmynd um hvað lakkrís væri. vorum eitthvað að reyna að útskýra það fyrir þeim en það gekk hálf brösuglega hehe. „sko þetta er extrakt úr plöntunni blablabla“ (nafnið var sko googlað, svo mikill var áhuginn;) uhh hvernig útskýrir mann svona?

læt fylgja hér nokkrar myndir af gleðinni sem ríkti hjá systrunum á Calle Porta;)

pakki 001

SS 😉

pakki 004

þeim var að sjálfsögðu skellt beint á pönnuna þegar heim var komið. því miður þorðum við ekki að borða þær því það var svo súrt bragð af þeim eftir að hafa fengið að bíða eftir okkur í hitanum í nokkra daga:(:(:( en okkur fannst samt báðum voða notalegt að finna lyktina þegar verið var að steikja þær! ótrúlega mikil heimalykt eitthvað og mér fannst ég eiginlega bara vera komin í íbúðina mína á stúdentagörðunum að elda mér kvöldmat áður en ég fór að læra eða þykjast vera að læra;)

pakki 005

hrikaleg ánægðar með kókómjólkina!! myndavélin missti samt eiginlega af spennta svipnum hennar Eyglóar, en ég get vottað fyrir það að hann var rosalegur. þetta var eiginlega plan hjá okkur systrum sem við actually ræddum um í vinnunni í dag: „hey eigum við að drekka kókómjólkina í kvöld??“  auðvitað verður maður að plana heitt kókómjólkurdeit öðru hvoru;)

 

Takk fyrir elskurnar mínar!!!!!!!!!!!!!!!!

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Perú. Bókamerkja beinan tengil.

2var við pakki pakki pakki;);)

 1. Æjjjj ekki gott með pulsurnar sendum þær einmitt af því pakkinn var að fara með DHL og átti bara að taka tvo daga en ekki VIKU!!! Reynum kannski aftur seinna… Kom ekki fleiri kókómjólkum fyrir í pakkanum 😦 sendi meira næst… Verði ykkur að góðu skvísur 🙂
  Kossar og knús
  Gunnlaugur Yngvi, Ronja Rán og mömmurnar 🙂

 2. ólöf daða sagði:

  Halló halló hallóóoóóóóó ELSKU EYDÍS MÍN !!!! Knússsssssssssssssssssss

  Æði spæði að lesa og lesa og skoða myndir 🙂 … trúi því að það hafi verið gaman að fá pakka frá Klakanum, ekkert betra þegar maður er í útlandinu 😉 … Flott hlaupaplan – held bara svei mér þá að ég fari bara að byrja á því líka, ekki veitir manni af úffff !!! hehee Líka flott plan 🙂

  RISA knússsssssssss til þín og hafðu það rosalega gott Elskan mín, þú ert stórglæsileg :*

  Uly Grey

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s