Sunnudagsgönguferð;)

Fór í gönguferð í morgun. Elska að fara í gönguferðir hérna því það er endalaust hægt að skoða og svo er fullt af bekkjum allsstaðar til að setjast og tjilla;)

Mætti helvítis hamingjusama hópnum sem hleypur um götur Miraflores á hverjum einasta sunnudegi og syngur og klappar og faðmast og notar sólheimaglottið til þess að fá vegfarendur til þess að brosa og vera hamingjusamt. Venjulega er ég nú ekki alveg að fíla þau því venjulega er ég þunn á sunnudögum og ekki beint móttækileg fyrir þessari alsælu sem þau eru staðráðin í að dreifa. En í morgun var ég hins vegar ekki þunn;) Í morgun splæsti ég mér meira að segja í par af hlaupaskóm því nú ætlar minns að fara út að labba/skokka 3-4 sinnum í viku!

Við sjáum mynd.

skór 006

Agalega fallegir;) en rándýrir!!! u.þ.b. 13þúsund íslenskar:/ vonandi þess virði!!!

Fékk mér að borða í Larcomar, sem er verslanamiðstöð hér við ströndina.  Á næsta borði var ungur maður sem hafði dregið upp aðra buxnaskálmina og var að tala við  rífast við fótinn á sér!! Frekar sérstakt!

Í gær fórum við systur í miðbæinn að versla. Það var útsala í uppáhalds búðinni okkar. Hentugt??!  Ég endaði á að kaupa mér tvennar gallabuxur, langerma bol og tvær þykkar prjónapeysur (því það er svo skítkalt alltaf núna um leið og sólin sest um 6 leytið). Saman kostaði þetta 200 solir eða u.þ.b. 8000kr íslenskar.

Svo keyptum við okkar báðar skó sem áttu að kosta 70 solir en þegar ég var að fara að borga, komumst við að því að það var 2 fyrir 1 tilboð í gangi. ÚBBS;);)

Nú er alveg æst í að setja inn myndir af öllu!

Hérna eru nýju skórnir,  soldið fönkí númer því þessir eru númer 36 hehe;)

skór 001

Önnur mynd! Mér leiddist soldið í dag;)

skór 003

 

 

Fyrsta labba/skokk sessionið í kvöld;)  Náði mér í 8 vikna hlaupaplan á netinu fyrir algjöra byrjendur og ætla að byrja hægt því er ég í einhverju formi eins og er???? Hell no!!! :/

Plan fyrir viku 1 : Ganga í 6 mínútur og skokka í 1 mínútu x3, í kvöld, þriðjudag og fimmtudag;)

Auglýsingar

Um Eydís Huld öll í skuld

Sandgerðingur, MA-ingur, lyfjafræðingur. Stefni að því að gera heiminn að betri stað en fyrst ætla ég að taka mér smá siestu;)
Þessi færsla var birt undir Íþróttaálfur wannabe, Perú. Bókamerkja beinan tengil.

6var við Sunnudagsgönguferð;)

 1. Dísa sagði:

  djöfull lýst mér vel á þig…útihlaup eru bara snilld 🙂

  góða skemmtun ! 😉

 2. Katla sagði:

  Mér líst vel á þetta, bæði hlaupin og verslunarferðina.

 3. Guðrún S sagði:

  Æðislegir skór! Dugleg að hlaupa. Ég er einmitt með hlaupaplan líka. Klikkaði samt á því í þynkunni í gær….

 4. GLind sagði:

  Næs! 13 þúsund er samt ekki mikið fyrir góða hlaupaskó hérna heima amk, ef þetta eru góðir skór þá er þetta góður díll 😉
  Og það er svooooo gaman að fara í uppáhalds búðina sína þegar það er útsala í henni!
  Og mér lýst vel á að það fylgi myndir með öllu og enn betur á hlaupaplanið!!! Hlaup gera fáránlega mikið fyrir mann, það „eina“ sem maður þarf að gera er að hlaupa 😉

 5. Konný sagði:

  Flottir skór;) ég er einmitt að huga að því að fara að vera dugleg á Línuskautum;).. sjáum samt hvernig það endar :Þ

 6. ólöf daða sagði:

  og btw – Geggjaðir skór sem þú varst að versla þér stelpa 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s